Það sem ég vissi ekki að ég vissi Sigurður Páll Jónsson skrifar 13. apríl 2021 15:30 Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Heilbrigðismál Fíkn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um svokallaða afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna á fyrsta þingdegi eftir páska. Frumvarpið er skilgetið afkvæmi Pírataflokksins, en þeirra helsta hugðarefni er að lögleiða vörslu og neyslu eiturlyfja í litlum skömmtum og beita þeim rökum að með því sé verið að hjálpa vímuefnasjúklingum. Staðreyndin er sú að sjúklingum er ekki refsað og nánast óþekkt með öllu að einhver sé dæmdur fyrir vörslu smáskammta. Enginn ætti þó að vera á sakaskrá fyrir bernskubrek eða fyrir að hafa misstigið sig. Það sem ég veit Umræða um fíkniefnamál er oft tilfinningaþrungin og rökum ekki tekið. Umburðarlyndi fyrir því sem aðrir segja er ekkert og rök þeirra sem starfa við meðferðar- og forvarnarstarf skipta engu máli. Aukið aðgengi eykur neyslu, það er staðreynd, á það við um öll efni sem valda fíkn. Viðhorf til fíkniefna skipta hér höfuðmáli en þau hafa breyst undanfarin ár og áratugi og er staðan sú að mörg eiturlyf eru böðuð dýrðarljóma. Það sem ég veit að ég veit ekki Lausn á fíkniefnavandanum er sennilega afar flókin. Vandinn er margþættur og kemur inn á mörg svið. Við getum tekið upp aðferðir sem notaðar hafa verið í öðrum löndum um það deilir enginn. Gerum við það verðum við að vera viss um að við séum að takast á við sams konar vanda. Aðferð sem notuð er í heróínborginni Osló virkar ekki endilega hér. Draumsýn Pírata um að Þingholtin verði Amsterdam Norðurlanda verður að skoðast í því ljósi að í Amsterdam var stjórnlaus neysla sem ekkert var við ráðið. Af þeim sökum þurftu yfirvöld þar að grípa til örþrifaráða. Vonandi ber okkur gæfu til þess að fara aðrar leiðir. Það sem ég vissi ekki að ég veit Íslendingar eru ekki að hefja baráttuna við vímuefni. Notkunin og úrvalið hefur aukist og því miður aðgengi. Afleiðingarnar eru þær að fjöldinn allur líður miklar þjáningar, neytendur og aðstandendur þeirra. Vandinn er oft falinn. Enn er það svo að neysla eiturlyfja er ekki viðurkennd. Hefur það ekkert með sjúklinga að gera heldur verður að koma í veg fyrir að skilgreiningar neysluskammta verði ekki mistúlkaðar. Á ráðherra hverju sinni að skilgreina neysluskammt með reglugerð? Hvað er neysluskammtur? Skammtur eins í tíu daga getur verið söluvara, en framboð söluvöru eykur neyslu. Skammtastærð eins getur verið banvæn öðrum. Það sem ég vissi ekki að ég vissi ekki Í umræðunni í þinginu voru menn sakaðir um að misskilja hugtök, hafa annarlegar hvatir og jafnvel að vilja veiku fólki illt. Einn þingmaður stökk upp á nef sér þegar eiturlyfið LSD var kallað fíkniefni. Sinn er hver þvergirðingshátturinn. Þegar við teljum okkur vera að feta í fótspor annarra þjóða verður okkur að bera gæfu til að feta öll sporin. Frumvarpið sem lagt var fram tekur á engan hátt á heildarvandanum en vandinn kallar á margþættar aðgerðir. Ein aðgerð getur kallað fram meiri vanda en við höfum. Viljum við taka slíka áhættu? Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun