Borðar hafa truflað leikmenn United á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær fylgist með leik United gegn WBA á Old Trafford, þar sem borðar hafa truflað leikmenn liðsins. vísir/Getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að rauðir borðar með merki félagsins á Old Trafford hafi truflað leikmenn það mikið að nú séu borðarnir með merki félagsins orðnir svartir. Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira
Manchester United spilar við Granada á heimavelli í kvöld í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann fyrri leikinn 2-0 á Spáni svo eftirleikurinn ætti að vera nokkuð auðveldur. Í 32-liða og 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar unnu United góða sigra á útivelli en náðu ekki að sigra heimaleikina. Solskjær var spurður út í ástæðu þess á blaðamannafundi gærdagsins og svar hans kom nokkuð á óvart: „Þú sérð breytingu núna. Þú sérð að borðarnir í kringum völlinn eru ekki rauðir lengur. Þetta er eitthvað sem við höfum horft í,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi áður en hann útskýrði mál sitt: 🏟️ Old Trafford banners the reason for Man Utd struggles at home?Here's our 60 second round-up with @TAGHeuer ⌚️ pic.twitter.com/Ufoattf84J— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 14, 2021 „Það ætti ekki að vera einhver ástæða fyrir genginu en sumir leikmennirnir hafa sagt að þegar þú tekur snögga ákvörðun og þarft að horfa yfir öxlina hvort að liðsfélagarnir séu með þér þá er rauð treyja á rauðum bakgrunni með rauðum sætum og það var vandamál.“ Hann segir einnig að úrslitin gegn Real Sociedad hafi ekki verið alslæm eftir stórsigur í fyrri leiknum og að þeir ítölsku hefðu jafnað leikinn seint. „Svo vorum við 4-0 yfir gegn Real Sociedad og þá þarftu ekki að vinna svo 0-0 voru góð úrslit. Svo í fyrsta leiknum gegn AC Milan fengum við mark á okkur á lokamínútunni. Mér finnst við hafa spilað vel á heimavelli. Við byrjuðum illa með þremur töpum gegn Palace, Tottenham og Arsenal en höfum bætt okkur.“ Leikur Man. United og Granada er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld sem og hinir leikirnir í átta liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira