Þetta kemur fram á Akureyri.net í dag. Sem kunnugt er vann KA/Þór Stjörnuna í Garðabænum 13. febrúar, 26-27, þrátt fyrir að hafa aðeins skorað 26 mörk í leiknum. Vegna mistaka á ritaraborði var eitt marka Akureyrarliðsins oftalið.
Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn.
KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á ný hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur.
Áfrýjunardómstólinn hefur nú staðfest fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikur þarf því að fara aftur fram.
Ljóst er að úrslit hans geta haft mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildarinnar. KA/Þór er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 6. sæti hennar.
Uppfært kl. 13.30: HSÍ hefur nú birt dóminn á vef sínum og má lesa hann hér.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.