Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 18:31 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fleiri fréttir Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Sjá meira
Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fleiri fréttir Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Sjá meira
Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54