Milljónir sjá fram á matarskort næstu mánuði Heimsljós 19. apríl 2021 11:24 Útimarkaður í Kano, Nígeríu. WFP/Arete/Adetona Omokanye Hækkandi matvælaverð, stríðsátök og afleiðinga heimsfaraldurs valda matarskorti. Rúmlega 31 milljón íbúa Vestur- og Mið-Afríku kemur að óbreyttu til með að draga fram lífið við hungurmörk á næstu mánuðum vegna „eitraðrar blöndu“ stórhækkandi matvælaverðs, stríðsátaka og afleiðinga heimsfaraldurs kórónuveiru. Að sögn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa hungraðir í þessum heimshluta ekki verið fleiri í marga áratugi og miðað við sama tíma fyrir ári hefur þeim sem hafa lítið að bíta og brenna fjölgað um 30 prósent. Að mati WFP þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að forða stórslysi. Mánuðirnir sem í hönd fara eru jafnan nefndir „mögru mánuðirnir“ í þessum heimshluta en uppskerutíminn hefst í september. „Í Vestur-Afríku valda átök nú þegar hungri og vesöld. Sífelld hækkun verðs á matvælum margfaldar eymdina og þá örvæntingu sem henni fylgir,“ segir Chris Nikoi svæðisstjóri WFP í Vestur-Afríku. „Jafnvel þegar matur er í boði hafa fjölskyldur einfaldlega ekki efni á honum – og síhækkandi matvælaverð leiðir til þess að ein grunnmáltíð er milljónir fátækra fjölskyldna ofviða.“ Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu COVID-19 eru meðal skýringa á hækkun matvælaverðs og á sama tíma hefur orðið tekjufall hjá mörgum fjölskyldum. Nikoi segir að von milljóna fjölskyldna sé bundin við mataraðstoð þar til ytri aðstæður verði fólki hagfelldar. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna þarf 770 milljónir bandarískra dala til að fjármagna stuðninginn í 19 löndum Vestur- og Mið-Afríku næstu sex mánuði. Matvælaaðstoðin myndi ná til þeirra 18 milljóna íbúa í þessum heimshluta sem verst er staddir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent
Rúmlega 31 milljón íbúa Vestur- og Mið-Afríku kemur að óbreyttu til með að draga fram lífið við hungurmörk á næstu mánuðum vegna „eitraðrar blöndu“ stórhækkandi matvælaverðs, stríðsátaka og afleiðinga heimsfaraldurs kórónuveiru. Að sögn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa hungraðir í þessum heimshluta ekki verið fleiri í marga áratugi og miðað við sama tíma fyrir ári hefur þeim sem hafa lítið að bíta og brenna fjölgað um 30 prósent. Að mati WFP þarf að grípa til tafarlausra aðgerða til að forða stórslysi. Mánuðirnir sem í hönd fara eru jafnan nefndir „mögru mánuðirnir“ í þessum heimshluta en uppskerutíminn hefst í september. „Í Vestur-Afríku valda átök nú þegar hungri og vesöld. Sífelld hækkun verðs á matvælum margfaldar eymdina og þá örvæntingu sem henni fylgir,“ segir Chris Nikoi svæðisstjóri WFP í Vestur-Afríku. „Jafnvel þegar matur er í boði hafa fjölskyldur einfaldlega ekki efni á honum – og síhækkandi matvælaverð leiðir til þess að ein grunnmáltíð er milljónir fátækra fjölskyldna ofviða.“ Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu COVID-19 eru meðal skýringa á hækkun matvælaverðs og á sama tíma hefur orðið tekjufall hjá mörgum fjölskyldum. Nikoi segir að von milljóna fjölskyldna sé bundin við mataraðstoð þar til ytri aðstæður verði fólki hagfelldar. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna þarf 770 milljónir bandarískra dala til að fjármagna stuðninginn í 19 löndum Vestur- og Mið-Afríku næstu sex mánuði. Matvælaaðstoðin myndi ná til þeirra 18 milljóna íbúa í þessum heimshluta sem verst er staddir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent