Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 17:45 Halla Signý Kristjánsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07