„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 14:00 Magnús Þór Jónsson er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. vísir/friðrik þór/getty/Christopher Furlong Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“ Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira
Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira