Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni Matthías Freyr Matthíasson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafin og hafa fjölmörg hjól borist í söfnunina sem sjálfboðaliðar á verkstæði okkar hafa hafist handa við að laga og yfirfara. Úthlutun í samstarfi við félagsþjónustur sveitarfélaganna er farin af stað og gengur hún vel. Það er engu líkt að upplifa gleði í augum barna og ungmenna sem sjá fram á það að geta sinnt heilnæmri útivist í sumar með því að hjóla á eigin hjóli. Markmið Hjólasöfnunarinnar er að sem flest börn og ungmenni eignist sitt eigið hjól. Í ár er líka nýbreytni í starfsemi Hjólasöfnunarinnar. Hjólreiðafélagið Drangey á Sauðárkróki og Barnaheill – Save the Children á Íslandi tóku upp samstarf og eru meðlimir Drangeyjar að taka á móti hjólum í Skagafirði. Meðlimir félagsins lagfæra og yfirfara hjólin og úthluta í samstarfi við félagsþjónustuna á Sauðárkróki. Það er ánægjulegt að sjá verkefnið stækka og vaxa með hverju árinu og það er gleðilegt að uppgötva að hægt er að útfæra Hjólasöfnunina í minni þéttbýlis- og dreifbýlisstaði á landsbyggðinni sem verður þá til þess að enn fleiri börn og ungmenni hafi kost á að eignast sín eigin hjól. Vonir standa til að hægt sé að þróa verkefnið enn frekar og útfæra á fleiri stöðum á landinu á næstu árum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru reiðubúin til þess að halda utan um slík verkefni í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. Það er ljóst að Hjólasöfnunin gengur ekki án þess að fyrirtæki og stuðningsaðilar styðji við hana. Við hjá Barnaheillum erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið. Við hlökkum til sumarsins og vonumst til þess að sjá sem flest börn og ungmenni úti að hjóla í sumar, með hjálm á höfði og bros á vör. Höfundur er verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott. Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hafin og hafa fjölmörg hjól borist í söfnunina sem sjálfboðaliðar á verkstæði okkar hafa hafist handa við að laga og yfirfara. Úthlutun í samstarfi við félagsþjónustur sveitarfélaganna er farin af stað og gengur hún vel. Það er engu líkt að upplifa gleði í augum barna og ungmenna sem sjá fram á það að geta sinnt heilnæmri útivist í sumar með því að hjóla á eigin hjóli. Markmið Hjólasöfnunarinnar er að sem flest börn og ungmenni eignist sitt eigið hjól. Í ár er líka nýbreytni í starfsemi Hjólasöfnunarinnar. Hjólreiðafélagið Drangey á Sauðárkróki og Barnaheill – Save the Children á Íslandi tóku upp samstarf og eru meðlimir Drangeyjar að taka á móti hjólum í Skagafirði. Meðlimir félagsins lagfæra og yfirfara hjólin og úthluta í samstarfi við félagsþjónustuna á Sauðárkróki. Það er ánægjulegt að sjá verkefnið stækka og vaxa með hverju árinu og það er gleðilegt að uppgötva að hægt er að útfæra Hjólasöfnunina í minni þéttbýlis- og dreifbýlisstaði á landsbyggðinni sem verður þá til þess að enn fleiri börn og ungmenni hafi kost á að eignast sín eigin hjól. Vonir standa til að hægt sé að þróa verkefnið enn frekar og útfæra á fleiri stöðum á landinu á næstu árum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru reiðubúin til þess að halda utan um slík verkefni í samstarfi við sveitarfélög og félagasamtök. Það er ljóst að Hjólasöfnunin gengur ekki án þess að fyrirtæki og stuðningsaðilar styðji við hana. Við hjá Barnaheillum erum þakklát þeim fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem lagt hafa okkur lið. Við hlökkum til sumarsins og vonumst til þess að sjá sem flest börn og ungmenni úti að hjóla í sumar, með hjálm á höfði og bros á vör. Höfundur er verkefnisstjóri Hjólasöfnunar Barnaheilla.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun