Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 18:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira