Ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumanni að konan hafi átt í erfiðleikum með að átta sig á því hvar hún væri stödd og því var reynt að staðsetja síma hennar auk þess sem hún veifaði vasaljósi sem hún hafði meðferðis.
Að lokum fannst hún í hlíð við eldgosið og hafði slasað sig á fæti og því var ákveðið að kalla út þyrluna til að flytja hana til Reykjavíkur.
Ekki er ljóst hvort konan sé illa slösuð.