Ekkert nýtt undir sólinni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2021 17:00 Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun