Hvetja Navalní til að hætta hungurverkfallinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 07:43 Rússneskir lögreglumenn leiða burt tvo stuðningsmenn Navanlí sem mótmæltu í Sankti Pétursborg á miðvikudag. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi verið handtekin á mótmælum víða um landið en stjórnvöld lýstu þau ólögleg. Vísir/EPA Læknar Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstæðingsins, hvetja hann til að hætta strax hungurverkfalli sínu í fangelsinu þar sem rússnesk yfirvöld halda honum. Þeir óttast að halda hann því áfram dragi það hann til dauða. Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Navalní var hnepptur í fangelsi í febrúar en hann hóf hungurverkfall fyrir um þremur vikum til þess að krefjast viðunandi læknismeðferðar vegna mikilla bakverkja og doða í fótleggjum. Læknar hans vísa til niðurstaðna úr skoðun á Navalní sem var gerð á þriðjudag sem þeir fengu að sjá. „Ef hungurverkfallið heldu áfram í jafnvel aðeins smá stund í viðbót höfum við einfaldlega engan til að annast um bráðum, því miður,“ segja læknarnir fimm, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Læknarnir hafa ekki fengið að hitta Navalní til þessa. Fangelsisyfirvöld hafa ekki brugðist við áliti þeirra til þessa. Þegar Navalní var fluttur á sjúkrahús í vikunni lýstu þau heilsu Navalní sem „viðunandi“. Þúsundir kröfðust þess að Navalní yrði látinn laus á mótmælum sem stuðningsmenn hans skipulögðu víðsvegar um Rússland á miðvikudag. Rússneska lögreglan handtók fleiri en þúsund þeirra en stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg áður en þau fóru fram. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar vegna þess að rússneskur dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn vegna fjársvikadóms sem hann hlaut árið 2014. Þann dóm hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kallað gerræðislegan og óréttlátan. Rússneski dómstóllinn taldi að Navalní hefði brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái á þýsku sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Navalní hefur sakað Vladímír Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Sama taugaeitur var byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Talið er að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi staðið að verki og álykta vestrænar leyniþjónustustofnanir að það hafi þeir gert að undirlagi Pútín sjálfs. Skrípal og dóttir hans lifðu tilræðið af en ensk kona lést síðar eftir að hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. 21. apríl 2021 19:29
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21