Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 16:26 Í kirkjugörðum Reykjavíkur eru starfsmenn héðan í frá í fríi eftir hádegi á föstudögum. Þetta kemur að sögn útfararstjóra svo mikið niður á þjónustunni þá daga, að fólk neyðist til að jarða á öðrum tíma vikunnar. Vísir/Vilhelm Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar. Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar. Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira