Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2021 06:16 Marek á leið inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. Það var síðdegis þann 25. júní í fyrra sem slökkviliðið var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að bjarga lífi sínu, sumum með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins í september. Marek er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Þrjú á þrítugsaldri létust 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. 33 ára kona hlaut væga reykeitrun. 32 ára karlmaður kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut reykeitrun, skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. Frá störfum slökkviliðs á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm 38 ára karlmaður hlaut reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára karlmaður hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósent líkamans. Brunasárin teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök, ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt bak hans. Auk þessa gjöreyðilagðist húsið við Bræðraborgarstíg 1. Manndráp og tilraun til manndráps Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hafi hann valdið þannig eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Lögregla boðaði til blaðamannafundar vegna málsins þar sem fulltrúar lögreglu og slökkviliðs sátu fyrir svörum.vísir/vilhelm Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Í framhaldi af brunanum hélt ákærði Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Opið þinghald Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fara fram á um 70 milljónir króna í bætur. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, hafnaði bótakröfunni þegar málið við fyrirtöku málsins í september í fyrra. Marek leiddur fyrir dómara síðastliðið sumar þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Hann hefur verið í varðhaldi síðan þá. Vísir/Vilhelm Stefán Karl óskaði eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála. Héraðsdómur féllst að lokum á að þinghaldið yrði opið. Fjölskipaður dómur Aðalmeðferð hefst klukkan 9:15 í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Reikna má með því að þröngt verði á þingi í dómsalnum enda málið sögulegt. Aldrei áður hefur einn verið ákærður fyrir að bana þremur hér á landi. Marek huldi höfuð sitt með hettu við fyrirtöku málsins.Vísir/vilhelm Á fjórða tug mun koma fyrir dóminn og gefa skýrslu. Ákærði gefur væntanlega fyrst skýrslu áður en íbúar í húsinu, fólk sem slasaðist, björgunaraðilar, verkfræðingar og geðlæknar koma fyrir dóminn. Samkvæmt Ríkisútvarpinu verður dómurinn fjölskipaður; tveir embættisdómarar auk geðlæknis. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi yfir mánudag, þriðjudag og miðvikudag en ljúki svo með málflutningi ákæruvaldsins og verjanda á föstudag. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Það var síðdegis þann 25. júní í fyrra sem slökkviliðið var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að bjarga lífi sínu, sumum með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Marek neitaði sök við þingfestingu málsins í september. Marek er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Þrjú á þrítugsaldri létust 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. 33 ára kona hlaut væga reykeitrun. 32 ára karlmaður kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut reykeitrun, skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. Frá störfum slökkviliðs á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm 38 ára karlmaður hlaut reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára karlmaður hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósent líkamans. Brunasárin teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök, ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt bak hans. Auk þessa gjöreyðilagðist húsið við Bræðraborgarstíg 1. Manndráp og tilraun til manndráps Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hafi hann valdið þannig eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Lögregla boðaði til blaðamannafundar vegna málsins þar sem fulltrúar lögreglu og slökkviliðs sátu fyrir svörum.vísir/vilhelm Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Í framhaldi af brunanum hélt ákærði Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Opið þinghald Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fara fram á um 70 milljónir króna í bætur. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, hafnaði bótakröfunni þegar málið við fyrirtöku málsins í september í fyrra. Marek leiddur fyrir dómara síðastliðið sumar þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Hann hefur verið í varðhaldi síðan þá. Vísir/Vilhelm Stefán Karl óskaði eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála. Héraðsdómur féllst að lokum á að þinghaldið yrði opið. Fjölskipaður dómur Aðalmeðferð hefst klukkan 9:15 í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Reikna má með því að þröngt verði á þingi í dómsalnum enda málið sögulegt. Aldrei áður hefur einn verið ákærður fyrir að bana þremur hér á landi. Marek huldi höfuð sitt með hettu við fyrirtöku málsins.Vísir/vilhelm Á fjórða tug mun koma fyrir dóminn og gefa skýrslu. Ákærði gefur væntanlega fyrst skýrslu áður en íbúar í húsinu, fólk sem slasaðist, björgunaraðilar, verkfræðingar og geðlæknar koma fyrir dóminn. Samkvæmt Ríkisútvarpinu verður dómurinn fjölskipaður; tveir embættisdómarar auk geðlæknis. Reiknað er með því að aðalmeðferðin standi yfir mánudag, þriðjudag og miðvikudag en ljúki svo með málflutningi ákæruvaldsins og verjanda á föstudag.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49 Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. 17. mars 2021 20:49
Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk. 8. janúar 2021 17:59
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08