Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Frá uppbyggingunni á Kársnesi. Youtube Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. Mjög mikið er lagt í baðlónið og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti samkvæmt tilkynningu um opnunina. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fimm milljarðar króna. Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í lónið. „Hefðirnar í kringum baðmenningu Íslendinga eru grafnar djúpt í þjóðarsálina. Þessar hefðir eru kjarninn í upplifunni sem við bjóðum í Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon. „Gestir lónsins munu því tengja hug, líkama og sál í faðmi náttúru, kletta, óendanleika hafsins ásamt yndislegu sjö skrefa spa ferðalagi.“ Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabygginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig torfveggurinn varð til. Þar er meðal annars rætt við Guðjón S. Kristinsson sérfræðing í torfhleðslu. „Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um einstaka náttúru með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuðborgarsvæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu,“ segir í tilkynningunni. Sky lagoon „Kjarninn í upplifun gesta er sjö skrefa spa ferðalag sem er innifalið fyrir alla gesti. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufa, þurrgufa og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Í lóninu er þurrgufa með stærsta glerrúðu á Íslandi með mögnuðu útsýni út á hafið.“ Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky lagoon segir að verkefnið skapi 110 störf. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. „Vellíðan og upplifun af náttúrunni er enn mikilvægari í framhaldi af þessu erfiða tímabili sem er senn á enda,“ segir David Barry, forstjóri Pursuit. Sky lagoon „Þörfin á að slaka á, aftengja sig frá amstri dagsins og koma endurnýjuð til baka er gríðarlega mikilvægt fyrir líkamla og sál. Við hlökkum til að bjóða gestum Sky Lagoon upp á einstaka upplifun og vellíðan hér í lóninu.“ Sundlaugar Tíska og hönnun Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mjög mikið er lagt í baðlónið og vandað er til verka varðandi hönnun og upplifun fyrir gesti samkvæmt tilkynningu um opnunina. Áætlaður framkvæmdakostnaður er um fimm milljarðar króna. Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í lónið. „Hefðirnar í kringum baðmenningu Íslendinga eru grafnar djúpt í þjóðarsálina. Þessar hefðir eru kjarninn í upplifunni sem við bjóðum í Sky Lagoon,“ segir Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon. „Gestir lónsins munu því tengja hug, líkama og sál í faðmi náttúru, kletta, óendanleika hafsins ásamt yndislegu sjö skrefa spa ferðalagi.“ Gamli íslenski byggingarstíllinn skín í gegn þar sem meðal annars er notuð klömbruhleðsla sem hélt lífi og hita í Íslendingum um ár og aldir en þetta er í fyrsta skipti sem þessi forna byggingatækni er notuð í nútímabygginu. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig torfveggurinn varð til. Þar er meðal annars rætt við Guðjón S. Kristinsson sérfræðing í torfhleðslu. „Staðnum er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Gestir Sky Lagoon ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um einstaka náttúru með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á miðju höfuðborgarsvæðinu. 75 metra langur óendanleikakantur gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er úr lóninu,“ segir í tilkynningunni. Sky lagoon „Kjarninn í upplifun gesta er sjö skrefa spa ferðalag sem er innifalið fyrir alla gesti. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufa, þurrgufa og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Í lóninu er þurrgufa með stærsta glerrúðu á Íslandi með mögnuðu útsýni út á hafið.“ Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky lagoon segir að verkefnið skapi 110 störf. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland. „Vellíðan og upplifun af náttúrunni er enn mikilvægari í framhaldi af þessu erfiða tímabili sem er senn á enda,“ segir David Barry, forstjóri Pursuit. Sky lagoon „Þörfin á að slaka á, aftengja sig frá amstri dagsins og koma endurnýjuð til baka er gríðarlega mikilvægt fyrir líkamla og sál. Við hlökkum til að bjóða gestum Sky Lagoon upp á einstaka upplifun og vellíðan hér í lóninu.“
Sundlaugar Tíska og hönnun Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira