Brynjar segir engin heiðurslaun hugsanleg án Samherja og annarra sambærilegra fyrirtækja Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2021 15:41 Brynjar Níelsson alþingismaður sendir Bubba Morthens tóninn í pistli þar sem hann rís upp Samherja til varnar. „Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka.“ Þannig lýkur pistli Brynjars sem birtist nú fyrirstundu á Vísi. Þingmaðurinn leggur þannig skæðan krók undir kjamma Bubba, gott ef ekki högg undir beltisstað líka, en Bubbi er meðal þeirra sem þiggja heiðurslaun listamanna. Bubbi hefur vakið athygli að undanförnu fyrir að hvetja menn til dáða; að láta ekki óttann stjórna sér í tengslum við mál Samherja. Þá ekki síst í tengslum við andóf Samherja vegna frétta Helga Seljan og fleiri af málum tengdum fyrirtækinu. Telur stjórn Gagnsæis úti á túni Brynjar gerir að umfjöllunarefni ýmsar skærur sem sjávarútvegsfyrirtækið Samherja hefur staðið í meðal annars með þeim afleiðingum að Íslandsdeild Transparency Iceland eða Gagnsæi sent frá sér ályktun um framgöngu fyrirtækisins sem hún telur í langvarandi stríðsrekstri gegn samfélaginu. „Það félag hefur verið óþreytandi að segja heiminum frá því að við séum spilltari en aðrir þótt öllum sé ljóst sem kynna sér málin að svo er ekki,“ segir Brynjar og telur hér öllu á haus snúið. Ljóst megi vera að stjórn Gagnsæis sé á allt annarri vegferð en að berjast gegn spillingu. Brynjar telur vert að rifja upp fyrir þeirri stjórn og öðrum stríð Samherja og Seðlabankans og stríðsreksturinn almennt. „Allir viðrast vera búnir að gleyma sögunni og staðreyndum málsins.“ Samsæriskenningar fréttamanna RÚV Og það gerir Brynjar að hætti hússins, segir það „stríð“ hafa byrjað með því að Seðlabankinn hafi vaðið inn i fyrirtækið með lögregluvaldi í mars 2012 og hafið rannsókn á meintum brotum Samherja. „Virðist sem grundvöllur hennar hafi verið samsæriskenningar frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem hafa ekki reynst hingað til traustir uppljóstrarar. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera sneypuför hin mesta samkvæmt niðurstöðu dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Eftir stendur að þetta misheppnaða ferðalag olli verulegu fjárhagstjóni fyrir Samherja, auk þess sem átökin sköðuðu mjög ímynd félagsins að ósekju.“ Brynjar segir að stjórn Gagnsæis ætti að hafa það í huga að Samherjamenn hafi byrjað „með tvær hendur tómar og keppt á markaði með aflaheimildir eftir reglum sem ríkisvaldið, sem fer með yfirráð allra auðlinda landsins, setti.“ Þingmaðurinn telur vert að halda því til haga að atvinnuvegir séu forsenda þess að hér er hægt að halda úti velferðar- og styrkjakerfi. Samherjaskjölin Tónlist Alþingi Tengdar fréttir Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. 26. apríl 2021 15:26 „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. 17. desember 2020 16:00 Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun. 5. desember 2018 17:29 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Að lokum vil ég segja við poppstjörnur í eldri kantinum, sem hafa áhyggjur af þögn þingmanna um Samherja, að það þarf öflug fyrirtæki, sem geta gert mikil verðmæti úr auðlindum okkar, til að greiða ykkur um hálfa milljón á mánuði í heiðursskyni til æviloka.“ Þannig lýkur pistli Brynjars sem birtist nú fyrirstundu á Vísi. Þingmaðurinn leggur þannig skæðan krók undir kjamma Bubba, gott ef ekki högg undir beltisstað líka, en Bubbi er meðal þeirra sem þiggja heiðurslaun listamanna. Bubbi hefur vakið athygli að undanförnu fyrir að hvetja menn til dáða; að láta ekki óttann stjórna sér í tengslum við mál Samherja. Þá ekki síst í tengslum við andóf Samherja vegna frétta Helga Seljan og fleiri af málum tengdum fyrirtækinu. Telur stjórn Gagnsæis úti á túni Brynjar gerir að umfjöllunarefni ýmsar skærur sem sjávarútvegsfyrirtækið Samherja hefur staðið í meðal annars með þeim afleiðingum að Íslandsdeild Transparency Iceland eða Gagnsæi sent frá sér ályktun um framgöngu fyrirtækisins sem hún telur í langvarandi stríðsrekstri gegn samfélaginu. „Það félag hefur verið óþreytandi að segja heiminum frá því að við séum spilltari en aðrir þótt öllum sé ljóst sem kynna sér málin að svo er ekki,“ segir Brynjar og telur hér öllu á haus snúið. Ljóst megi vera að stjórn Gagnsæis sé á allt annarri vegferð en að berjast gegn spillingu. Brynjar telur vert að rifja upp fyrir þeirri stjórn og öðrum stríð Samherja og Seðlabankans og stríðsreksturinn almennt. „Allir viðrast vera búnir að gleyma sögunni og staðreyndum málsins.“ Samsæriskenningar fréttamanna RÚV Og það gerir Brynjar að hætti hússins, segir það „stríð“ hafa byrjað með því að Seðlabankinn hafi vaðið inn i fyrirtækið með lögregluvaldi í mars 2012 og hafið rannsókn á meintum brotum Samherja. „Virðist sem grundvöllur hennar hafi verið samsæriskenningar frá fréttamönnum Ríkisútvarpsins, sem hafa ekki reynst hingað til traustir uppljóstrarar. Til að gera langa sögu stutta reyndist þetta vera sneypuför hin mesta samkvæmt niðurstöðu dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Eftir stendur að þetta misheppnaða ferðalag olli verulegu fjárhagstjóni fyrir Samherja, auk þess sem átökin sköðuðu mjög ímynd félagsins að ósekju.“ Brynjar segir að stjórn Gagnsæis ætti að hafa það í huga að Samherjamenn hafi byrjað „með tvær hendur tómar og keppt á markaði með aflaheimildir eftir reglum sem ríkisvaldið, sem fer með yfirráð allra auðlinda landsins, setti.“ Þingmaðurinn telur vert að halda því til haga að atvinnuvegir séu forsenda þess að hér er hægt að halda úti velferðar- og styrkjakerfi.
Samherjaskjölin Tónlist Alþingi Tengdar fréttir Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. 26. apríl 2021 15:26 „Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. 17. desember 2020 16:00 Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun. 5. desember 2018 17:29 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gagnsæi og heiðurslistamenn Ég hef stundum fjallað um þá tilhneigingu vinstri manna að stofna félög með göfug markmið í pólitískum tilgangi. Mörg þeirra eiga það sammerkt að tala helst niður land og þjóð og skaða með því hagsmuni okkar allra. 26. apríl 2021 15:26
„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“ Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni. 24. apríl 2021 18:10
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27
Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. 17. desember 2020 16:00
Lagt til að Bubbi fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið ársins 2019 vegna heiðurslauna listamanna. Lagt er til að Bubbi Morthens verði einn þeirra sem fái slík laun. 5. desember 2018 17:29