NATO í nútíð Starri Reynisson skrifar 27. apríl 2021 08:00 Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson NATO Utanríkismál Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar