Fékk sýkingu eftir sýnatöku á landamærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sóttkví Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2021 23:01 Sóttvarnarhúsið er í þessu húsi við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið. Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar. Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Mönnunum var gerð 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví sem var látið reyna á fyrir dómstólum. „Þeir komu til landsins fyrir þrettán dögum síðan og fóru í sýnatöku þá og voru neikvæðir í henni,“ segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannanna í samtali við Vísi. Þeir voru jafnframt með tvö neikvæð Covid-próf frá Danmörku sem munu enn hafa verið í gildi við komu þeirra til landsins. Með undirliggjandi sjúkdóm „Þeir fóru í þessa sýnatöku og annar þeirra fékk sýkingu í nefkok eftir hana út af sýnatökupinnanum og slíkar sýkingar eru mjög alvarlegar,“ segir Ómar, einkum í ljósi þess að skjólstæðingur hans glímir við undirliggjandi sjúkdóm og er á ónæmisbælandi lyfjum sem þýðir að særindin í nefkokinu gróa hægar. „Þar af leiðandi vildu þeir ekki fara í seinni sýnatökuna og því var skotið til héraðsdóms sem að tók undir sjónarmið sóttvarnalæknis og Landsréttur úrskurðaði í kvöld og þar var aftur sama niðurstaða, um að þeir skyldu ljúka fjórtán dögum í sóttkví,“ segir Ómar. Að öðrum kosti hefðu þeir þurft að gangast undir seinni sýnatöku að minnsta kosti fimm dögum eftir komuna til landsins til að losna fyrr undan sóttkví. Það vildu þeir hins vegar ekki í ljósi þess að í fyrstu þótti aðeins koma til greina að taka sýni úr nefi. „Í málsmeðferðinni breyttist afstaða sóttvarnalæknis að því leytinu til að þeir féllu frá því að það þyrfti að taka sýni úr nefkoki og féllust á það að það væri hægt að taka það úr hálskoki, sem að er að mínu mati ágætt. Það sýnir fram á að embættið sé að grípa til einhverra meðalhófsaðgerða og það er ekki endilega alltaf þannig að það sé eitthvað eitt sem skuli yfir alla ganga, það sé hægt að skoða aðstæður hvers og eins,“ segir Ómar. Breytt afstaða daginn áður en sóttkví lýkur Samkvæmt bréfi frá Embætti landlæknis til skjólstæðings Ómars var það ekki fyrr en í dag sem fallist var á að taka sýni úr hálsi en ekki nefi, deginum áður en tvær vikur eru liðnar frá komunni til landsins. „Sýnataka einungis úr hálsi er engan veginn eins öruggt próf vegna COVID-19 eins og að taka strok bæði úr háls- og nefkoki. Hins vegar er betra að fá strok úr hálsi heldur en ekkert sýni. Ákveðir þú að gangast undir COVID-19 próf þar sem einungis er tekið hálsstrok, og reynist það neikvætt, mun ákvörðun sóttvarnalæknis frá 23. apríl sl. falla niður,” segir í bréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Ómar segir málið athyglisvert fyrir margar sakir. „Það sem er líka áhugavert er að Landsréttur telur að játa beri sóttvarnayfirvöldum talsvert svigrúm til þess að framkvæma þessar reglur sem að þau eru með og að ekki hafi verið þannig brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í þessum málum, að það kalli á ógildingu ákvarðana þeirra. Þannig ég held að þetta séu fínar leiðbeiningar fyrir fólk sem fer í sóttkví og eins fyrir sóttvarnayfirvöld,“ útskýrir Ómar.
Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira