John Cleese sannfærður um að Kaupþing hafi komið hruninu 2008 af stað Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2021 11:26 Enski leikarinn fer á kostum í sérstakri afmæliskveðju til Þrastar Leós Gunnarssonar leikara. Þröstur Leó hélt nýverið upp á sextugsafmæli sitt og eitt af því sem gert var til hátíðabrigða af vinum og fjölskyldu var að fá John Cleese, hinn goðsagnakennda enska leikara úr Monty Python með meiru, til að kasta kveðju á Þröst Leó í gegnum fjarbúnað. Það gerir Cleese svikalaust og fer á kostum en Þröstur Leó birtir kveðjuna á Facebookvegg sínum með þökkum fyrir dásamlegan afmælisdag: „Fékk kveðju frá enskum kollega í gær,“ segir Þröstur Leó eins og ekkert sé. Rifjar upp leik sinn í auglýsingum Kaupþings Cleese átti í nokkrum erfiðleikum með að bera nafn Þrastar fram en sá sem fékk hann til að senda kveðjuna tók einmitt fram við enska leikarann: Gangi þér vel með það. John Cleese telur þetta ekki eftir sér og er kveðja hans sex mínútna löng. Hann byrjar á því að greina frá því að hann hafi eitt sinn leikið í íslenskri auglýsingu. Og var þá beðinn um að segja nokkur orð á íslensku. Ég get sagt eitt og annað á hinum og þessum evrópskum tungumálum en ekki íslensku. Auglýsingin hafi verið eitthvað það erfiðasta sem hann hafi gert. Af hverju ekki bara að hringja í alla? „Ég heyrði ekki einu sinni hvað þeir voru að segja þegar þeir báðu mig um að endurtaka það. Þetta var frekar fyndið því auglýsingin var fyrir fyrirtæki sem heitir Káptin (Kaupþing). Sem, eftir því sem mér skilst, er bankinn sem hratt alheimsbankaheimskreppunni af stað 2008. Ég held að sú kreppa hafi byrjað á Íslandi og Kaupþing fyrsti bankinn til að fara. Sem var fljótlega eftir að ég gerði þessar auglýsingar fyrir þá.“ John Cleese segir að þetta hafi verið ánægjulegt til að byrja með. Hann hafi spurt hversu margir byggju á Íslandi. 300 milljónir? Nei, þrjú hundruð þúsund og hann hafi þá spurt hvers vegna verið væri að hafa fyrir því að gera auglýsingu, af hverju ekki að hringja bara í hvern og einn? Síðan víkur John Cleese að Þresti, aldrinum og fjölskyldunni að hætti hússins og er húrrandi fyndinn. Hann segir föðurhlutverkið það mikilvægasta og segir börn Þrastar hafi beðið sig um að koma þeim skilaboðum á framfæri að Þröstur eigi helst að hætta að vera nakinn í öllum þeim kvikmyndum sem hann leikur í. Sjálfur segir hann reyndar að það geti reynst arðbært að koma nakinn fram, það hafi hann gert til að mynda í kvikmyndinni „Fish called Wanda“ og ef það er það sem þarf til að fá fólk í kvikmyndahús, þá verði svo að vera. Leikhús Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þröstur Leó hélt nýverið upp á sextugsafmæli sitt og eitt af því sem gert var til hátíðabrigða af vinum og fjölskyldu var að fá John Cleese, hinn goðsagnakennda enska leikara úr Monty Python með meiru, til að kasta kveðju á Þröst Leó í gegnum fjarbúnað. Það gerir Cleese svikalaust og fer á kostum en Þröstur Leó birtir kveðjuna á Facebookvegg sínum með þökkum fyrir dásamlegan afmælisdag: „Fékk kveðju frá enskum kollega í gær,“ segir Þröstur Leó eins og ekkert sé. Rifjar upp leik sinn í auglýsingum Kaupþings Cleese átti í nokkrum erfiðleikum með að bera nafn Þrastar fram en sá sem fékk hann til að senda kveðjuna tók einmitt fram við enska leikarann: Gangi þér vel með það. John Cleese telur þetta ekki eftir sér og er kveðja hans sex mínútna löng. Hann byrjar á því að greina frá því að hann hafi eitt sinn leikið í íslenskri auglýsingu. Og var þá beðinn um að segja nokkur orð á íslensku. Ég get sagt eitt og annað á hinum og þessum evrópskum tungumálum en ekki íslensku. Auglýsingin hafi verið eitthvað það erfiðasta sem hann hafi gert. Af hverju ekki bara að hringja í alla? „Ég heyrði ekki einu sinni hvað þeir voru að segja þegar þeir báðu mig um að endurtaka það. Þetta var frekar fyndið því auglýsingin var fyrir fyrirtæki sem heitir Káptin (Kaupþing). Sem, eftir því sem mér skilst, er bankinn sem hratt alheimsbankaheimskreppunni af stað 2008. Ég held að sú kreppa hafi byrjað á Íslandi og Kaupþing fyrsti bankinn til að fara. Sem var fljótlega eftir að ég gerði þessar auglýsingar fyrir þá.“ John Cleese segir að þetta hafi verið ánægjulegt til að byrja með. Hann hafi spurt hversu margir byggju á Íslandi. 300 milljónir? Nei, þrjú hundruð þúsund og hann hafi þá spurt hvers vegna verið væri að hafa fyrir því að gera auglýsingu, af hverju ekki að hringja bara í hvern og einn? Síðan víkur John Cleese að Þresti, aldrinum og fjölskyldunni að hætti hússins og er húrrandi fyndinn. Hann segir föðurhlutverkið það mikilvægasta og segir börn Þrastar hafi beðið sig um að koma þeim skilaboðum á framfæri að Þröstur eigi helst að hætta að vera nakinn í öllum þeim kvikmyndum sem hann leikur í. Sjálfur segir hann reyndar að það geti reynst arðbært að koma nakinn fram, það hafi hann gert til að mynda í kvikmyndinni „Fish called Wanda“ og ef það er það sem þarf til að fá fólk í kvikmyndahús, þá verði svo að vera.
Leikhús Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira