Fyrirtækið hefur hafið innköllun á kjúklingabaununum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
„Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna frá innflytjanda sem hafði fengið upplýsingar frá neytanda sínum og tilkynnt áfram til birgja í Evrópu.
Viðskiptavinum sem hafa keypt ofangreinda vöru er bent á að hafa samband við Heilsu, netfangið er: heilsa@heilsa.is eða í síma 533-3232.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Sólgæti
- Vöruheiti: Sólgæti kjúklingabaunir
- Strikamerki: 5024425282945
- Nettómagn: 500g
- Best fyrir dagsetning: 31.07.2021
- Innflytjandi: Heilsa, Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík
- Dreifing: Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Melabúðin, Samkaup, Nettó.