Fimm milljarða baðlón á Kársnesi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:09 Sky Lagoon opnar á Kársnesi í Kópavogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný. Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný.
Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31
Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08
Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17