Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.
Verkefnin eru miserfið og var verkefnið heima hjá Margréti ekki mjög erfitt. Margrét var á sínum tíma í sveitinni Sykurmolarnir og byrjaði í henni árið 1988 strax eftir útskrift úr MH.
Í þættinum ræddi hún um skattrannsókn sem Sykurmolarnir lentu í á sínum tíma.
„Sykurmolarnir lentu líka í skattinum og það átti að taka okkur af lífi. Einhver sagðist hafa séð lista upp á korktöflu hjá skattrannsóknarmanni þar sem sjá mátti nafni Sykurmolana. Í tvö ár voru menn bankandi upp á hjá okkur og ætluðu að koma og sækja sjónvarpið,“ segir Margrét og heldur áfram.
„Þetta fór allt í eitthvert kæruferli. Nafn okkar var að lokum hreinsað en maður var svo ungur þarna, 22 ára eða eitthvað. Við fengum til dæmis ekki barnabætur á meðan þetta var. Það gat alveg munað um það, fólk hélt alltaf að við værum svo rík.“
Hér að neðan má sjá atriðið í heild sinni.