Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 18:09 Fólk bíður í röð eftir að komast í skimun í borginni Bangalore á Indlandi. EPA/JAGADEESH NV Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað gífurlega hratt en undanfarna tólf daga hefur fjöldi þeirra sem greinst hafa smitaðir fyrir yfir þrjú hundruð þúsund á degi hverjum. Í dag var tilkynnt að 368.147 hefðu greinst smitaðir milli daga og 3.417 hefðu dáið. Í heildina hafa tæplega 20 milljónir smitast og um 219 þúsund dáið, svo vitað sé. Sérfræðingar segja mögulegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í landinu sé fimm til tíu sinnum hærri. Í frétt Reuters segir að fólk með Covid-19 sé að deyja á bílastæðum sjúkrahúsa vegna álagsins á heilbrigðiskerfinu. Skrifstofa Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í dag að prófum læknanema á síðasta ári yrði frestað. Þau gætu því verið til aðstoðar á sjúkrahúsum, undir eftirliti lækna. Í tilkynningunni kom fram að þeir sem myndu taka þátt fengju forgang í ríkisstörf. Þau muni einnig fá heiðursorðu frá forsætisráðherranum, eftir að hafa aðstoðar í minnst hundrað daga. All such professionals who sign up for minimum 100 days of Covid duty and complete it successfully will also be given the Prime Minister s Distinguished Covid National Service Samman from Government of India.— PMO India (@PMOIndia) May 3, 2021 AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Modis hafi verið harðlega gagnrýnd vegna bylgjunnar sem gengur nú yfir landið og hvernig brugðist hefur verið við henni. Flokkur hans tapaði ríkisþingskosningum Í Vestur-Bengal og öðrum ríkjum. Sjá einnig: Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Heilbrigðisráðuneyti Indlands tilkynnti í dag að hlutfall þeirra sem greinast smitaðir, miðað við fjölda prófa, hefði lækkað milli daga og er það í fyrsta sinn frá 15. apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. 3. maí 2021 09:59
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. 2. maí 2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32