Vísir greindi frá því í morgun að mikil veikindi væru meðal starfsmanna í kjölfar bólusetningar á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Þegar blaðamaður ræddi við leikskólastjóra í morgun voru sautján af tuttugu starfsmönnum sem fóru í bólusetningu veikir. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir eitthvað um það að kennsla hafi verið skert í dag.
„Það er eitthvað um það að börn geti ekki mætt í leikskólana og kennslan er skert. Leikskólinn er viðkvæmur fyrir mönnun og við biðlum til foreldra að taka því vel, en þetta gengur vonandi hratt yfir, bæði bólusetningin og bati þeirra sem fá eftirköst og ég sendi þeim öllum mínar batakveðjur,“ sagði Haraldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.
Hann segist vona að foreldrar sýni stöðunni skilning. „Ég trúi ekki öðru. Við erum að standa í þessu saman og nú er verið að ráðast í að bólusetja þessa framlínustétt, sem er vel og þá eru bara bjartari tímar fram undan.“
„Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi“
Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig undanfarna daga og hafa margir fagnað sínu boði með færslum á samskiptamiðlum og myndum frá Laugardalshöll. Í dag hafa þó nokkrir greint frá aukaverkunum í kjölfar bólusetningar á Twitter og eru dæmi um að deildum leikskóla hafi verið lokað.
Ok ALLIR starfsmenn á deildinni hjá syninum liggja í valnum eftir Janssen í gær. Nokkrum deildum lokað.
— H(alld)óra Stuðpjása (@halldorabirta) May 6, 2021
Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi.
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson er einn þeirra sem fékk bólusetningu í gær, en hann hefur ákveðið að kalla aukaverkanirnar „covid light“.
þá er maður bara kominn með hita eftir janssen
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) May 5, 2021
eða covid light öllu heldur
— 🌏🌹 óskar steinn 🌹🌍 (@oskasteinn) May 5, 2021
Flestir lýsa hefðbundnum flensueinkennum; hita, hausverk, slappleika og beinverkjum. Margir hafa deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum, enda mikill fjöldi sem fékk bólusetningu í gær.
Er fólk almennt að fokkast upp eftir Jansen í morgun?
— vaselín (@_elinasbjarnar) May 5, 2021
Janssen er ekki að fara vel í mann þennan morguninn.
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) May 6, 2021
Hausverkur og beinverkir 🤯
Fleiri að tengja við þetta?
Jansen í gærkvöldi got me like pic.twitter.com/jAhTBqMR47
— Viktor Birgisson (@ViktorBirgiss) May 6, 2021
Já. Líður eins og eftir marga daga af hita. Beinverkir, þorsti, þreyta.
— Snæbjörn (@artybjorn) May 6, 2021
Ég var fínn í gær, var bara úti eftir vinnu og grillaði og bara í fínum gír. Fór í leikskólann í morgun, mörg frá og foreldrar beðnir að hafa börn heima ef þau gætu. Er svo smátt og smátt búinn að koðna niður og er kominn heim undir teppi með hitavellu og slen.
— Egill Óskarsson (@Egillo) May 6, 2021
Dagskrárgerðarkonan Lóa Björk Björnsdóttir reynir þó að slá á einkennin.
Frétti að appelsín ísnál væri það eina sem dugaði gegn þessum Janssen eftirköstum.
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) May 6, 2021