Um nýjung er að ræða í sjónvarpsþjónustu við áskrifendur Stöðvar 2 Sports en aldrei fyrr hafa allir leikir í Pepsi Max deildunum verið sýndir í beinni útsendingu.
Sem fyrr verða valdir leikir sýndir á sportstöðvum Stöðvar 2 en aðrir leikir verða nú aðgengilegir á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is.
Áskrifendur Stöðvar 2 Sports skrá sig inn á vefsjónvarpinu á stod2.is og verður þar hægt að nálgast „Pepsi Max sjónvarpsheiminn“. Þar verður hægt að horfa á alla leiki beggja deilda í beinni útsendingu – hvort sem þeir eru sýndir á sportstöðvum Stöðvar 2 eða ekki.
Þar verður einnig hægt að nálgast upptökur fyrri leikja sem og þátta Stöðvar 2 Sports, Pepsi Max Stúkuna og Pepsi Max Mörkin.
Hér er hægt að kynna sér umrædda þjónustu nánar.
Vísir er í eigu Sýnar sem á og rekur Stöð 2 Sport.