Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 19:44 Gróðurinn logaði glatt í hrauninu í Garðabæ. Vísir/Helena Rakel Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í dag var aukamannskapur slökkviliðs kallaður út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Tilkynningin barst um tuttugu mínútur yfir tvö en slökkvilið hafði ráðið niðurlögum eldsins rétt upp úr klukkan fjögur. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu, allt frá Eyjafjöllum í austur að Snæfellsnesi í vestri. Ákvörðunin var byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir veðurspána áhyggjuefni þegar kemur að sinueldum. Frá Heiðmerkurbrunanum á fimmtudag hefur slökkviliðið farið í fjögur útköll vegna sinu- eða gróðurelda. Um er að ræða brunann í Garðabæ í dag, auk þriggja í Grafarvogi. Hann segir að í einhverjum tilfellum sé grunur um íkveikju. „Okkur grunar það oft, sérstaklega á svæðum þar sem er ekki mikil umferð,“ segir varðstjóri í samtali við Vísi. Oft finnist gler, til dæmis úr flöskubotni, sem kunni að hafa verið notað sem stækkunargler. Þá þarf oft ekki mikið til að stór sinubruni fari af stað. Eitt útkallið í Grafarvogi hafi til dæmis mátt rekja til þess að sígarettustubb var hent í grasið. Eldurinn breiddi fljótt úr sér og því var slökkvilið kallað á vettvang. Hér að neðan má sjá myndir frá vettvangi brunans í Garðabæ í dag. Aukamannskapur var kallaður út til að taka þátt í slökkvistarfi.Vísir/Helena Rakel Gróðurinn er illa leikinn eftir eldinn.Vísir/Helena Rakel
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Sinueldur í hrauni í Garðabæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól. 9. maí 2021 14:54