Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 00:02 Frá og með deginum í dag mega baðstaðir taka á móti 75 prósent þess fjölda sem alla jafna væri leyfilegur. Vísir/Vísir Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Þetta er á meðal þeirra breytinga sem tóku gildi þegar mánudagurinn gekk í garð, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Með breytingunum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða, sem upp á síðkastið hafa ekki getað hleypt fólki inn eftir klukkan níu á kvöldin og hafa þurft að loka klukkan tíu. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka ekki síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum, sviðlistum og athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga 150 manns, í stað 100 eins og áður. Hertar aðgerðir fyrir norðan Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví. Hér má lesa um þær hertu takmarkanir sem gripið hefur verið til vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem tóku gildi á miðnætti, auk helstu reglna sem áfram verða í gildi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra breytinga sem tóku gildi þegar mánudagurinn gekk í garð, að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Með breytingunum lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða, sem upp á síðkastið hafa ekki getað hleypt fólki inn eftir klukkan níu á kvöldin og hafa þurft að loka klukkan tíu. Nú mega staðirnir taka við fólki til klukkan tíu en verða að loka ekki síðar en klukkan ellefu. Þá verður leyfilegur fjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, til dæmis íþróttakappleikjum, sviðlistum og athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga 150 manns, í stað 100 eins og áður. Hertar aðgerðir fyrir norðan Aðgerðirnar sem taka gildi á miðnætti gilda fyrir landið allt, ef frá er talinn hluti Norðurlands vestra, þar sem hópsýking er komin upp í Skagafirði. Alls hafa sex manns greinst með kórónuveiruna þar á síðustu þremur dögum og um 300 manns eru í sóttkví. Hér má lesa um þær hertu takmarkanir sem gripið hefur verið til vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem tóku gildi á miðnætti, auk helstu reglna sem áfram verða í gildi: Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin. Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar. Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu. Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með. Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt. Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi. Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði. Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt. Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100. Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira