Fyrr um kvöldið hafði lögregla einnig verið kölluð til í Kópavogi vegna tveggja drengja sem voru að kveikja í pappír við Vatnsendablett. Slökkviliðið var einnig kallað á vettvang enda hætta á að eldurinn bærist í gróður sem er mikill á svæðinu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vekur einnig máls á eldhættunni sem nú er.
Á síðasta sólahring hafa verið 6 útköll á dælubíla og 5 af þeim vegna sinubruna eða hættu á sinu vegna óvarkárni eins og opnum eldstæðum eða grillum á viðkvæmu svæðum.
„Við viljum biðja fólk um að fara sérstaklega varlega á þessum viðkvæma tíma fyrir gróður og fuglalífið,“ segja slökkviliðsmenn.
Þá var lögreglan kölluð að veitingahúsi í miðbænum vegna meintra fjársvika en þar hafði gestur fengið afgreiddar veitingar sem hann gat síðan ekki greitt fyrir.
Einnig var tilkynnt um innbrot í ljósmyndavöruverslun þar sem hurð hafði verið spennt upp og verðmætum munum stolið.