Segir óboðlegt að fresta jöfnun þingsæta sem samstaða ríki um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 11:28 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir óboðlegt að ráðstöfunum til að fjölga jöfnunarþingsætum sé frestað. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir óboðlegt að fresta ráðstöfunum til að jafna þingsæti á milli flokka fram yfir kosningar. Forseti Alþingis segir svigrúm til þess að fjölga jöfnunarsætum en að málið sé bæði pólitískt og viðkvæmt. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis vegna kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka, þrátt fyrir að þingmenn séu sammála um það. „Það hefur ekkert komið fram annað heldur en að þeir séu sammála um það. Það að ætla að koma og segja að það sé svo flókið að breyta þessu og það verði bara að fresta því enn eftir kosningar. Kannski fáum við þá fjórðu kosningarnar í röð þar sem að tekst ekki að jafna eftir flokkum. Það er náttúrulega ekki boðlegt,“ sagði Ólafur í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Klippa: Ólafur Þ. gagnrýnir að jöfnunarþingsætum sé ekki fjölgað „Viðkvæmt og pólitískt“ mál Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og höfundur frumvarpsins, segir svigrúm innan stjórnarskrárinnar til að fjölga jöfnunarþingsætum. „En það verður fljótlega mjög viðkvæmt og pólitískt bæði milli flokkanna, sem í hlut eiga. Við skulum bara tala um þetta á mannamáli. Þá setjast menn niður og skoða hvaða áhrif breytingarnar hefðu á „mig og mína möguleika“. Það verður líka geysilega viðkvæmt í samhenginu „landsbyggðin versus suðvesturhornið“. Þar er umræðan gjarnan þannig að það sé ekki ósanngjarnt að landsbyggðinni sé tryggður einhver lágmarksfjöldi þingmanna,“ sagði Steingrímur í Víglínunni í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir málið viðkvæmt og pólitískt.Vísir/Einar Ólafur bendir á að þetta vandamál hafi verið upprætt frá árinu 1987 og hafi ekki skotið kollinum upp aftur fyrr en í kosningunum 2013. „Það hefur verið markmið í kjördæmakerfinu alveg frá 1987 og það hefur verið algerlega óumdeilt að það eigi að vera jöfnuður á milli flokka, þannig að þingmannatala hvers flokks sé í samræmi við heildarfylgið í landinu,“ sagði Ólafur. „2013, 2016 og 2017 tókst þetta ekki og einn flokkur, í hvert skipti, fékk einum þingmanni meira en hann átti að fá ef það væri jöfnuður milli flokka. Þetta voru tvisvar sinnum Framsóknarflokkurinn og einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Ólafur. Í Víglínu dagsins ræddum við Heimir Már Pétursson um kosningakerfið. Ég mætti í stuttbuxum og lopapeysu sem frú Hjordis...Posted by Ólafur Þ Harðarson on Sunday, May 9, 2021 Ríkisstjórnarflokkar græða þrjá auka þingmenn Eins og mál standa nú myndi núverandi ríkisstjórn fá þremur þingmönnum meira en hún ætti að fá ef jöfnuður væri á milli flokka. Það skiptir að sögn Ólafs höfuðmáli en ef jöfnuður væri milli flokka væri núverandi ríkisstjórn fallin, miðað við fylgi hennar, en héldi meirihluta að öllu óbreyttu. „Hver einasti þingmaður skiptir mjög miklu máli og þess vegna skiptir mjög miklu máli að kerfið sé þannig tæknilega úr garði gert að það nái því markmiði að jafna á milli flokka,“ sagði Ólafur. Klippa: Telur mikinn stuðning við jöfnun milli flokka „Það er búið að vera ljóst síðan 2013, þegar fyrst kom inn aukamaður, að kerfið var þannig að það tryggði alls ekki jöfnuð milli flokka. Ég gæti alveg trúað því að bara með því að fjölga viðbótarsætunum í ellefu eða þrettán að það myndi minnka töluvert líkurnar á að þetta gerist. Þetta er bara tæknileg útfærsla, það þarf ekki að fjölga þingmönnum.“ Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. 1. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent inn umsögn um frumvarp forseta Alþingis vegna kosningalaga sem ætlað er að samræma öll lög um kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta. Ólafur gagnrýnir að í frumvarpinu séu ekki gerðar ráðstafanir til að jafna þingsæti milli flokka, þrátt fyrir að þingmenn séu sammála um það. „Það hefur ekkert komið fram annað heldur en að þeir séu sammála um það. Það að ætla að koma og segja að það sé svo flókið að breyta þessu og það verði bara að fresta því enn eftir kosningar. Kannski fáum við þá fjórðu kosningarnar í röð þar sem að tekst ekki að jafna eftir flokkum. Það er náttúrulega ekki boðlegt,“ sagði Ólafur í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Klippa: Ólafur Þ. gagnrýnir að jöfnunarþingsætum sé ekki fjölgað „Viðkvæmt og pólitískt“ mál Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og höfundur frumvarpsins, segir svigrúm innan stjórnarskrárinnar til að fjölga jöfnunarþingsætum. „En það verður fljótlega mjög viðkvæmt og pólitískt bæði milli flokkanna, sem í hlut eiga. Við skulum bara tala um þetta á mannamáli. Þá setjast menn niður og skoða hvaða áhrif breytingarnar hefðu á „mig og mína möguleika“. Það verður líka geysilega viðkvæmt í samhenginu „landsbyggðin versus suðvesturhornið“. Þar er umræðan gjarnan þannig að það sé ekki ósanngjarnt að landsbyggðinni sé tryggður einhver lágmarksfjöldi þingmanna,“ sagði Steingrímur í Víglínunni í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir málið viðkvæmt og pólitískt.Vísir/Einar Ólafur bendir á að þetta vandamál hafi verið upprætt frá árinu 1987 og hafi ekki skotið kollinum upp aftur fyrr en í kosningunum 2013. „Það hefur verið markmið í kjördæmakerfinu alveg frá 1987 og það hefur verið algerlega óumdeilt að það eigi að vera jöfnuður á milli flokka, þannig að þingmannatala hvers flokks sé í samræmi við heildarfylgið í landinu,“ sagði Ólafur. „2013, 2016 og 2017 tókst þetta ekki og einn flokkur, í hvert skipti, fékk einum þingmanni meira en hann átti að fá ef það væri jöfnuður milli flokka. Þetta voru tvisvar sinnum Framsóknarflokkurinn og einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn,“ sagði Ólafur. Í Víglínu dagsins ræddum við Heimir Már Pétursson um kosningakerfið. Ég mætti í stuttbuxum og lopapeysu sem frú Hjordis...Posted by Ólafur Þ Harðarson on Sunday, May 9, 2021 Ríkisstjórnarflokkar græða þrjá auka þingmenn Eins og mál standa nú myndi núverandi ríkisstjórn fá þremur þingmönnum meira en hún ætti að fá ef jöfnuður væri á milli flokka. Það skiptir að sögn Ólafs höfuðmáli en ef jöfnuður væri milli flokka væri núverandi ríkisstjórn fallin, miðað við fylgi hennar, en héldi meirihluta að öllu óbreyttu. „Hver einasti þingmaður skiptir mjög miklu máli og þess vegna skiptir mjög miklu máli að kerfið sé þannig tæknilega úr garði gert að það nái því markmiði að jafna á milli flokka,“ sagði Ólafur. Klippa: Telur mikinn stuðning við jöfnun milli flokka „Það er búið að vera ljóst síðan 2013, þegar fyrst kom inn aukamaður, að kerfið var þannig að það tryggði alls ekki jöfnuð milli flokka. Ég gæti alveg trúað því að bara með því að fjölga viðbótarsætunum í ellefu eða þrettán að það myndi minnka töluvert líkurnar á að þetta gerist. Þetta er bara tæknileg útfærsla, það þarf ekki að fjölga þingmönnum.“
Víglínan Alþingi Alþingiskosningar 2021 Kjördæmaskipan Tengdar fréttir Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30 Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. 1. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Vill fjölga jöfnunarþingsætum sem Katrín segir til skoðunar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar. 4. maí 2021 12:30
Tvær flugur, eitt kjördæmi Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. 1. febrúar 2021 10:30