Þetta kemur fram í frétt Bloomberg og er þar vitnað í kynningu fjármálastjóra Sony í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs fyrirtækisins í apríl. Þar kom fram að Sony hafði selt 7,8 milljónir leikjatölva til 31. mars og vonast væri til þess að 14,8 milljónir eintaka yrðu seldar á árinu.
Hiroki Totoki, fjármálastjóri Sony, sagði áðurnefndum greinendum að eftirspurn myndi líklega ekki minnka á þessu ári, þó draga færi úr samkomutakmörkunum og heimavinnu, og fyrirtækið ætti ekki birgðir til að halda framleiðslunni á par við eftirspurnina. Hann sagði að fyrirtækið þyrfti að auka framleiðslu um leið og það væri hægt.
Fyrirtækið hafði áður gefið út að talið væri að framleiðsla myndi aukast á seinni hluta þessa árs, en svo virðist sem það sé ekki í vændum.
Forvarsmenn Nintendo og Microsoft hafa einnig gefið út að skortur á hálfleiðurum og öðru myndi mögulega hægja á framleiðslu þeirra fyrirtækja á leikjatölvum.