Gríðarlegur stærðarmunur þegar Fjallið slóst við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 09:01 Gunnar Nelson sést hér kominn með gott tak á Hafþóri Júlíusi Björnssyni í æfingaglímu þeirra. Instagram/thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Mjölni á dögunum til þess að slást við Gunnar Nelson og hann tók æfinguna líka upp fyrir fylgjendur sína Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube Box MMA Aflraunir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Sjá meira
Hafþór Júlíus er duglegur að sækja sér reynslu frá besta íþróttafólki landsins í undirbúningi sínum fyrir komandi boxbardaga sinn. Hafþór Júlíus er stór maður og ætlar í september að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar þegar hann keppir við Englendinginn Eddie Hall í Las Vegas. Hafþór hefur verið að breyta sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann en á þeirri vegferð hefur hann létt sig mikið og aukið bæði þol og hreyfigetu. Hann er líka óhræddur að prófa eitthvað nýtt í undirbúningi sínum. Hafþór Júlíus sýndi frá því á dögunum þegar hann æfði CrossFit hjá Anníe Mist og í nýjast myndbandi sínum heimsótti hann Mjölni og fékk að slást við Gunnar Nelson. Það var mjög sérstakt að sjá þá saman enda stærðarmunurinn gríðarlegur. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Mig hefur lengi langað að glíma við þig vegna þess að fullt af vinum mínum hafa sagt við mig að ég eigi ekki möguleika á móti þér á gólfinu,“ sagði Hafþór eftir að hafa kynnt Gunnar til leiks. „Ég held að fylgjendur mínir hafi líka áhuga á sjá hvernig þessi tilraun kemur út og hvort að tækni og reynsla dugi á móti styrk,“ sagði Hafþór. „Þetta er ekki aðeins spurning um líkamsstyrk því ég er líka miklu þyngri en þú,“ sagði Hafþór og Gunnar Nelson var líka meira en til í þessa tilraun. „Ég hef líka áhuga á því að sjá hvernig þetta kemur út því ég hef aldrei reynt mig á móti manni eins og þér. Ég veit að þú hefur létt þig mikið og það kannski hjálpar mér eða kannski ekki þar sem að þolið þitt er betra,“ sagði Gunnar. Það má sjá myndbandið með bardaga Hafþórs og Gunnars hér fyrir neðan en þar má sjá þá taka á hvorum öðrum og spjalla saman. Hafþór flaug út til Dúbaí á dögunum en hann mun taka síðasta æfingabardaga sinn þar úti seinna í þessum mánuði. watch on YouTube
Box MMA Aflraunir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Sjá meira