Frá þessu er greint á vefmiðlinum handball.leaks. Melsungen mun kynna nýjan leikmann klukkan 17:00 í dag og það ku vera Alexander.
According to unconfirmed information of Handball.leaks (Instagram) the Icelandic right back of SG Flensburg-Handewitt, Alexander Petersson, joins MT Melsungen from the upcoming season. Melsungen has announced, that they reveal a new signing tonight at 19.00.#handball pic.twitter.com/kG7xLsTqhj
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 11, 2021
Alexander samdi við Flensburg í lok janúar eftir að hann yfirgaf Rhein-Neckar Löwen. Hann hefur leikið níu leiki með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni og skorað sjö mörk.
Hjá Melsungen hittir Alexander ekki bara fyrir Guðmund heldur einnig Arnar Frey Arnarsson og Elvar Örn Jónsson sem kemur til liðsins frá Skjern í sumar.
Þetta verður í annað sinn sem Guðmundur fær Alexander í félagslið sem hann þjálfar en hann fékk hann einnig til Löwen 2012. Þá hefur Alexander lengi leikið undir stjórn Guðmundar í íslenska landsliðinu, nú síðast á HM í Egyptalandi í janúar.
Melsungen ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili en auk Alexanders og Elvars hefur liðið samið við portúgalska landsliðsmanninn André Gomes. Melsungen er í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig en liðið á nokkra leiki inni.
Alexander, sem verður 41 árs í byrjun júlí, hefur leikið í Þýskalandi síðan 2004.