„Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2021 23:50 Halldór Guðmundsson leigbílstjóri segist ekki muna eftir jafn slæmu ástandi hjá leigubílstjórum og undanfarið. Vísir/Arnar Leigubílstjórar segja síðastliðið ár hafa verið ömurlegt. Margir hafi hrakist úr starfi og enn sé lítið að gera þrátt fyrir að ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið. Fólk er meira heima hjá sér, fer minna út að skemmta sér og samskipti hafa í auknu mæli færst yfir á netið. Þeir sem hafa fundið vel fyrir þessu eru leigubílstjórar. „Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt alveg. Mjög lítil vinna og maður skilur oft á tíðum ekki á hverju menn lifa. Það er nú sennilega það að menn hafa verið að éta sennilega upp einhverja varasjóði sem þeir hafa átt og lifað á þeim en þetta hefur verið mjög erfitt hjá mörgum,“ segir Halldór Guðmundsson leigubílstjóri og varaformaður Bifreiðarstjórafélagsins Frama. Halldór ók sína fyrstu ferð árið 1982. Síðustu ár hefur hann eingöngu ekið leigubíl á daginn en látið aðra um að aka á nóttunni. Fyrir faraldurinn fór hann að jafnaði fimmtán ferðir á dag en nú eru þær aðeins örfáar. „Ég get trúað að þetta hafi verið 60-70% afföll af vinnu þegar heilt er yfir litið.“ Margir hætt og koma sennilega ekki aftur Þó nokkrir leigubílstjóra hafa hrakist úr starfi og lagt inn leyfin sín. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru innlögð leyfi nú 120 en 534 eru með virkt leyfi á landinu öllu. Halldór segir þó langt því frá alla sem eru með virkt leyfi vera að aka bílum daglega. Þá hafa einhverjir bílstjóranna getað nýtt sér úrræði stjórnvalda síðustu mánuði og aðrir farið á atvinnuleysisbætur. „Margir hætt og koma sennilega ekki aftur. Þannig þetta er búið að vera svona ömurlegt bara ástand.“ Þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna hafi breytt miklu síðustu ár segir Halldór þá ekki jafn stóra viðskiptavini leigubílstjóranna og margir halda en skemmtanalífið skipti bílstjórana miklu máli. „Helgarvinnan hefur byggst mikið upp á því og byggðist mikið upp á því áður fyrr en svo kom túrisminn og við verðum nú eitthvað varir við hann en hann er svona kannski ekki sú búbót sem fólk talar oft um en hann hjálpar til.“ Þá hafi bílstjórar áður oft skutlast með skjöl fyrir fyrirtæki en nú sé nær allt á rafrænu formi. „Þetta voru bréfasendingar og allskonar sendingar hér áður fyrr en þær eru mikið til horfnar.“ Samkomutakmarnir og það að skemmtistaðir og kaffihús loki fyrr en áður hefur mikil áhrif á leigubílstjóra.Vísir/Arnar Verra en eftir hrun Hann segir ýmislegt líkt með hruninu og faraldrinum. „Þetta er verra sko og fyrst eftir að covid kom þá var nánast ekki neitt. Nánast enga vinnu að hafa. Svo lagaðist það í fyrra sumar aðeins en svo bara fór allt á verri veginn í haust þegar þetta blossaði upp aftur.“ Leigubílstjórum stóð sumum ekki á sama að aka um á meðan að kórónuveirusmit voru sem flest í samfélaginu. Þeir óskuðu því eftir að fá forgang þegar kom að bólusetningu sem ekki var orðið við. „Við erum búin að vera alveg í framlínunni og halda uppi þjónustu með fólk. Keyrandi fólk hér í skimanir og frá skimun og jafnvel sjúkt fólk og mér finnst nú kannski að þetta hafi nú ekki verið virt neitt svo mikið eins og með bólusetningarnar.“ Þetta fer mjög hægt af stað Aðspurður um hvort að það sé farið að vera meira að gera hjá leigubílstjórum núna þegar ferðamönnum er tekið að fjölga á ný og fleiri mega koma saman segist hann enn finna lítinn mun. „Ekki get ég sagt það. Þetta fer mjög hægt allavega af stað og það verður þá ekkert fyrr en þetta fer að komast betur í lag þjóðlífið og hlutirnir lagast betur.“ Halldór segir enn lítið að gera þó ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný.Vísir/Arnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið. Fólk er meira heima hjá sér, fer minna út að skemmta sér og samskipti hafa í auknu mæli færst yfir á netið. Þeir sem hafa fundið vel fyrir þessu eru leigubílstjórar. „Þetta er bara búið að vera hreint út sagt ömurlegt alveg. Mjög lítil vinna og maður skilur oft á tíðum ekki á hverju menn lifa. Það er nú sennilega það að menn hafa verið að éta sennilega upp einhverja varasjóði sem þeir hafa átt og lifað á þeim en þetta hefur verið mjög erfitt hjá mörgum,“ segir Halldór Guðmundsson leigubílstjóri og varaformaður Bifreiðarstjórafélagsins Frama. Halldór ók sína fyrstu ferð árið 1982. Síðustu ár hefur hann eingöngu ekið leigubíl á daginn en látið aðra um að aka á nóttunni. Fyrir faraldurinn fór hann að jafnaði fimmtán ferðir á dag en nú eru þær aðeins örfáar. „Ég get trúað að þetta hafi verið 60-70% afföll af vinnu þegar heilt er yfir litið.“ Margir hætt og koma sennilega ekki aftur Þó nokkrir leigubílstjóra hafa hrakist úr starfi og lagt inn leyfin sín. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru innlögð leyfi nú 120 en 534 eru með virkt leyfi á landinu öllu. Halldór segir þó langt því frá alla sem eru með virkt leyfi vera að aka bílum daglega. Þá hafa einhverjir bílstjóranna getað nýtt sér úrræði stjórnvalda síðustu mánuði og aðrir farið á atvinnuleysisbætur. „Margir hætt og koma sennilega ekki aftur. Þannig þetta er búið að vera svona ömurlegt bara ástand.“ Þrátt fyrir að fjölgun ferðamanna hafi breytt miklu síðustu ár segir Halldór þá ekki jafn stóra viðskiptavini leigubílstjóranna og margir halda en skemmtanalífið skipti bílstjórana miklu máli. „Helgarvinnan hefur byggst mikið upp á því og byggðist mikið upp á því áður fyrr en svo kom túrisminn og við verðum nú eitthvað varir við hann en hann er svona kannski ekki sú búbót sem fólk talar oft um en hann hjálpar til.“ Þá hafi bílstjórar áður oft skutlast með skjöl fyrir fyrirtæki en nú sé nær allt á rafrænu formi. „Þetta voru bréfasendingar og allskonar sendingar hér áður fyrr en þær eru mikið til horfnar.“ Samkomutakmarnir og það að skemmtistaðir og kaffihús loki fyrr en áður hefur mikil áhrif á leigubílstjóra.Vísir/Arnar Verra en eftir hrun Hann segir ýmislegt líkt með hruninu og faraldrinum. „Þetta er verra sko og fyrst eftir að covid kom þá var nánast ekki neitt. Nánast enga vinnu að hafa. Svo lagaðist það í fyrra sumar aðeins en svo bara fór allt á verri veginn í haust þegar þetta blossaði upp aftur.“ Leigubílstjórum stóð sumum ekki á sama að aka um á meðan að kórónuveirusmit voru sem flest í samfélaginu. Þeir óskuðu því eftir að fá forgang þegar kom að bólusetningu sem ekki var orðið við. „Við erum búin að vera alveg í framlínunni og halda uppi þjónustu með fólk. Keyrandi fólk hér í skimanir og frá skimun og jafnvel sjúkt fólk og mér finnst nú kannski að þetta hafi nú ekki verið virt neitt svo mikið eins og með bólusetningarnar.“ Þetta fer mjög hægt af stað Aðspurður um hvort að það sé farið að vera meira að gera hjá leigubílstjórum núna þegar ferðamönnum er tekið að fjölga á ný og fleiri mega koma saman segist hann enn finna lítinn mun. „Ekki get ég sagt það. Þetta fer mjög hægt allavega af stað og það verður þá ekkert fyrr en þetta fer að komast betur í lag þjóðlífið og hlutirnir lagast betur.“ Halldór segir enn lítið að gera þó ferðamönnum sé tekið að fjölga á ný.Vísir/Arnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira