Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 19:12 Mikil virkni hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum. Vísir/vilhelm Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða stöðuna á svæðinu. Aftur var opnað inn á gönguleiðirnar að gosstöðvunum klukkan sjö í kvöld en þeim var lokað í dag vegna framkvæmda á annarri leiðinni. Meðfram mikilli kvikustrókavikrni hefur gjalli og hraunslettum rignt niður umhverfis gíginn. Flatarmál hraunsins er nú 1,78 ferkílómetrar og rúmmál hraunsins sem runnið hefur mælist 30,7 milljónir rúmmetra. Gera verður ráð fyrir að auknu kvikuflæði fylgi aukið útstreymi eldfjallagasa að sögn almannavarna. Ástæða til að nota reykköfunartæki „Þeim mun hærri sem kvikustrókarnir eru þeim mun lengra berast þessi efni. Ef kvikustrókar ná 300 metra hæð og vindur er 13-15 metrar á sekúndu má búast við hraunbombum (molar/slettur sem eru meira en 6 sm í þvermál) í allt að 600 metra fjarlægð frá gígnum. Glóandi slettur kveikja í mosa og gróðri sem þau lenda á og í reyknum er mikið af kolmónoxíði (CO) sem er eitrað fólki. Stundum mælist það mikið af kolmónoxíði í reyknum af gróðurbrunanum að slökkviliðsmenn myndu nota reykköfunartæki ef þeir ætluðu inn á svæðið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að skjálftavirkni á Reykjanesskaga hafi verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn en hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða stöðuna á svæðinu. Aftur var opnað inn á gönguleiðirnar að gosstöðvunum klukkan sjö í kvöld en þeim var lokað í dag vegna framkvæmda á annarri leiðinni. Meðfram mikilli kvikustrókavikrni hefur gjalli og hraunslettum rignt niður umhverfis gíginn. Flatarmál hraunsins er nú 1,78 ferkílómetrar og rúmmál hraunsins sem runnið hefur mælist 30,7 milljónir rúmmetra. Gera verður ráð fyrir að auknu kvikuflæði fylgi aukið útstreymi eldfjallagasa að sögn almannavarna. Ástæða til að nota reykköfunartæki „Þeim mun hærri sem kvikustrókarnir eru þeim mun lengra berast þessi efni. Ef kvikustrókar ná 300 metra hæð og vindur er 13-15 metrar á sekúndu má búast við hraunbombum (molar/slettur sem eru meira en 6 sm í þvermál) í allt að 600 metra fjarlægð frá gígnum. Glóandi slettur kveikja í mosa og gróðri sem þau lenda á og í reyknum er mikið af kolmónoxíði (CO) sem er eitrað fólki. Stundum mælist það mikið af kolmónoxíði í reyknum af gróðurbrunanum að slökkviliðsmenn myndu nota reykköfunartæki ef þeir ætluðu inn á svæðið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að skjálftavirkni á Reykjanesskaga hafi verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn en hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira