Svar til Valgerðar – Tölum frekar um pólitíkina fyrir ofan pólitíkina Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 10:00 Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum skrifaði Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi minnihluta nokkuð harðorðan pistil í garð meirihluta vegna stöðu einhverfra barna í skólakerfinu. Hún telur það dapurlega stöðu að foreldrar barnanna séu í stöðugum átökum við eitt stærsta sveitarfélag landsins og vonar að meirihlutinn í Reykjavík fari að sinna þessum börnum betur. Annað sé mismunun. Það er hárrétt hjá Valgerði að þetta sé óboðlegt og staðreyndin er reyndar sú að þetta er einnig ólöglegt því þetta er þvert á lög um grunnskóla, þvert á reglugerð um börn með sérþarfir, og þvert á barnasáttmálann. En það sem Valgerður og fleiri þurfa að skilja er að vandinn er landlægur Eftir að ég opnaði mig um mína persónulegu baráttu við kerfið hafa margir foreldrar haft samband. Sumir hafa ekki endilega verið að óska eftir sérskóla, heldur einungis því að komið sé til móts við þarfir barna þeirra í hverfisskólanum eins og stefnan skóli án aðgreiningar kveður á um. Þetta eru einstaklingar m.a. frá Hafnarfirði, Garðabæ, Akureyri, Akranesi, Reykjavík og fleiri stöðum. Og hverjir stjórna í Hafnarfirði? Og hverjir hafa ávallt stjórnað í Garðabæ? Þá er heldur ekki eins og við séum að sjá þennan vanda núna fyrst því þessi mál verið í molum í mörg ár, einnig þegar sjálfstæðismenn réðu ríkjum í Reykjavík. Vandinn er því augljóslega ekki svæðisbundinn við Reykjavík né er hann bundinn við stjórn ákveðinna flokka heldur erum við að glíma við ákaflega stóran vanda á landsvísu. Menntakerfið er í heild sinni meingallað og það bitnar á stórum hóp viðkvæmra einstaklinga. Stefnan „skóli án aðgreiningar“ var innleidd og sérskólar að mestu lagðir niður. Sérdeildir voru settar upp í einhverjum skólum en alls ekki öllum. Sérfræðingar vinna með kennurum í sumum skólum en alls ekki öllum. Samt eiga allir að geta gengið í sinn hverfisskóla óháð atgervi eða stöðu. Hvernig gengur það upp? Það gengur einfaldlega ekki upp Að sjálfsögðu gengur það ekki upp. Úr verður skólakerfi þar sem sumir njóta sín en aðrir ekki. Mismunun eins og Valgerður talar um. Þarfir sumra eru vanræktar en annarra ekki. Þetta vita margir og þetta vita flest allir sem starfa við skólakerfið eða stjórn þess hjá bæjarfélögunum. En Valgerður er ein fárra sem vekur athygli á málinu í samfélagsumræðunni. Hvers vegna stígur ekkert af þessu fólki sem vinnur við þetta meingallaða kerfi fram og styður börnin og foreldrana í þessari baráttu? Hvað er að í samfélaginu þegar vanræksla barna fær að viðgangast á þennan hátt? Hvar eru fjölmiðlar? Erum við að glíma við einhvers konar samfélagslega eða pólitíska meðvirkni? Ég hvet fólk sem vinnur við þetta meingallaða kerfi að stíga fram og tjá sig! Þó ég fagni því að Valgerður veiti þessu málefni athygli þá vil ég samt benda á að málefnið er of viðkvæmt til þess að nota það í pólitískum tilgangi. Vandinn er landlægur snýst um „pólitíkina fyrir ofan pólitíkina“. Ef hugur fylgir máli væri áhrifaríkara að beina þessum drifkrafti að eigin flokkssystkinum því það vill svo til að það er akkúrat fólkið sem hefur nokkur völd í samfélaginu eins og stendur, m.a. fjármálavöld. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun