Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2021 22:31 Boðað var til blaðamannafundar í dag þar sem skýrslan var kynnt. Utanríkisráðuneytið Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best. Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér. Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Tillögurnar eru í tíu köflum og kveða meðal annars á um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Grænlands, uppfærðan loftferðasamning milli Íslands og Kína og að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimild yfir Rússland, auk þess sem beinu reglulegu flugi verði komið á til Rússlands og Kína, svo dæmi séu tekin. Þá verði Ísland samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða og að farið verði í uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og í heilbrigðiskerfinu. „Það sem ég er að vonast til að sé að gerast og ég finn að er að gerast, er að ég finn að áhugi okkar allra er að aukast á þessu og þeir aðilar sem þurfa að málum að koma eru farnir að líta meira á það að við erum norðurslóðaþjóð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór skipaði starfshópinn í október 2019. Verkefnið var að greina heildstætt þann efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og meta á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa hópa af stað er sú að orð eru til alls fyrst og við þurfum að fara að fara, og við höfum unnið að því, að búa okkur undir framtíðina. Loftslagsbreytingar hafa hlutfallslega meiri áhrif á norðurslóðum en annars staðar og það er eitthvað sem við þurfum að vera mjög meðvituð um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Árna Sigfússyni formanni starfshópsins, Sigþrúði Ármann, fulltrúa í starfshópnum (t.h.), og Nínu Björk Jónsdóttur, starfsmanni hópsins (t.v.)Utanríkisráðuneytið Árni Sigfússon, formaður starfshópsins, tekur undir það a bregðast þurfi við þeim breytingum sem séu að eiga sér stað. „Með hlýnun jarðar þá er heimsmyndin að færast norðar. Við erum að sjá fiskistofnana færast norðar, við erum að sjá opnast ný tækifæri, nýja auðlindastrauma í kringum Grænland, við erum að sjá jafnvel nýjar samgönguleiðir inn á norðurslóðir. Við erum við hlið þessara breytinga,” segir hann. „Við þurfum að byggja upp okkar áætlun, okkar stefnu, okkar aðgerðaáætlun til þess að mæta þessu en ekki síður hafa áhrif á það að við erum að vernda hér hreinleikann, tærleikann og sjálfbærnina.“ Utanríkisráðherra segir áhuga umheimsins stöðugt að aukast og slík tækifæri þurfi að nýta. „Áherslur okkar eru þær að við erum norðurskautsþjóð og við þurfum að taka það hlutverk alvarlega. Bæði þegar kemur að áskorunum en síðan eru líka ákveðin tækifæri, viðskiptatækifæri sem er verið að draga hér upp,“ segir Guðlaugur. Skýrsluna má nálgast hér.
Norðurslóðir Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira