Grafa upp líkamsleifar í von um að leysa 70 ára ráðgátu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 09:08 Lögregla birti myndir af Somerton-manninum í þeirri von að almenningur gæti aðstoðað við að bera kennsl á hann. Áströlsk lögregluyfirvöld vinna nú að því að grafa upp líkamsleifar manns sem fannst á strönd fyrir meira en 70 árum. Markmiðið er að bera kennsl á manninn en málið er eitt þekktustu óleystu sakamála landsins. Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC. Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC.
Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira