Hættustigi lýst yfir í Austur-Skaftafellssýslu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 22:46 Óvenju mikið hefur verið um gróðurelda síðustu vikur. vísir/vilhelm Hættustigi hefur nú verið lýst yfir í Austur Skaftafellssýslu vegna hættu á gróðureldum. Nánast allur vesturhelmingur landsins er nú skilgreindur sem hættusvæði en Austur Skaftafellssýsla er eina svæðið á austurhelmingi landsins þar sem hættustigi hefur verið lýst yfir. Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er. Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Afar lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu vikur og er áfram þurrkatíð í kortunum. Þær litlu skúrir sem hafa komið síðastliðna daga hafa ekki verið nægilegar til að bleyta jarðveginn upp heldur hefur vætan gufað hratt upp. Þá hefur næturkuldi heldur ekki hjálpað til. Mynd frá almannavörnum. Á gula svæðinu er nú í gildi hættustig en á ljósgulu höfuðborgarsvæðinu er óvissustig í gildi.almannavarnir Þegar hættustig vegna gróðurelda er í gildi á svæði er bann þar við öllum opnum eldi. Almannavarnir ítreka í tilkynningu að það hafi líklega aldrei verið mikilvægara en nú að fara sérstaklega varlega með eld á grónum svæðum, sleppa grillnotkun og notkun á verkfærum sem hitna. „Sumarbústaðaeigendur í grónu landi eru hvattir til að vera undir það búnir að ráða við minniháttar eld, því hver sekúnda getur skipt máli. Hægt er að verja hús og nánasta umhverfi og slökkva elda sem eru á byrjunarstigi með lágmarksútbúnaði eins og eldklöppum og garðslöngu. Öryggi viðstaddra er ávallt mikilvægast við slökkvistörf og kalla skal strax út viðbragðsaðila með því að hringja í 112,“ segir í tilkynningunni. Þetta eru rétt viðbrögð við gróðureldum samkvæmt leiðbeiningum almannavarna: Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu. Það sem almenningur og sumarhúsaeigendur eru beðnir um að hafa í huga: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Fyrstu viðbrögð við gróðureldi eru að hringja í Neyðarlínuna 112, greina frá því hvar eldurinn er og lýsa staðsetningu og staðháttum. Leggðu mat á aðstæður og reyndu að slökkva eldinn sem fyrst ef aðstæður leyfa án þess að taka áhættu, hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi. Sækja skal að eldi undan vindi þannig að reykmengun hindri ekki yfirsýn og aðgerðir. Reykur frá gróðureldum í of miklu magni getur verið lífshættulegur. Klöppur, skóflur eða önnur áhöld og vatn ættu alltaf að vera tiltæk. Sé ekki ráðið við eldinn, t.d. vegna hvassviðris, skal gera ráðstafanir og mynda eldvarnarlínu í nægilegri fjarlægð undan vindi, til dæmis með því að bleyta í gróðri eða ryðja honum í burtu.
Ekki kveikja eld innan sem utandyra (vinnuvélar, kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira). Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill þar sem gróður er þéttur. Kanna flóttaleiðir við sumarhús. Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun. Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista. Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta). Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er.
Gróðureldar á Íslandi Almannavarnir Hornafjörður Tengdar fréttir Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03 Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tókst að slökkva sinueldana í Hvalfirði um tvöleytið í nótt Slökkvistarfi í Hvalfirði vegna sinuelda lauk um tvöleytið í nótt. Aðstæður voru erfiðar á staðnum, en vel gekk að slökkva eldinn. 19. maí 2021 08:03
Fólk eigi að láta grillið í bústaðnum vera um helgina Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er víða enn í gildi og var viðbúnaðarstig hækkað á norðvesturhluta landsins í dag. 15. maí 2021 00:03