„Varnar“ Guðjónsson sá til þess að Stjörnumenn voru stundum sex í vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 13:32 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, lokaði heldur betur horninu fyrir Joonas Jarvelainen í leik Stjörnunnar á móti Grindavík. Samsett/S2 Sport Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kominn með nýja starfslýsingu í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi en þá var farið yfir leik tvö í átta liða úrslitunum. Arnar var þar titlaður sem 34 ára gamall varnarmaður og ástæðan fyrir því voru varnartilþrif hans í öðrum leik Grindavíkur og Stjörnunnar. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi sögðu sína skoðun á því að Arnar var kominn inn á völlinn til að „tvídekka“ Grindvíkinginn Joonas Jarvelainen niðri í vinstra horninu. „Stjörnumenn voru stundum sex í vörn í seinni hálfleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og sýndi síðan myndbrotið af þjálfara Stjörnunnar vera kominn inn á völlinn. „Hér sjáum við Arnar Guðjónsson, 34 ára varnarmaður. Hann er kallaður Varnar Guðjónsson eftir þetta,“ sagði Kjartan. „Mér finnst algjör fegurð í þessu. Það er svo gaman hvað það er mikil ástríða í honum,“ sagði Sævar Sævarsson sem tók það síðan fram að hann hafi fengið smáskilaboð frá Arnari eftir viðtalið sem Arnar gaf eftir leikinn. „Við vorum að birta viðtal við hann hérna áðan. Það er verið að taka viðtal við menn sem eru með mikla ástríðu beint eftir leik. Menn segja einhverja hluti. Sumt er tekið úr samhengi og sumt ekki. Hann má eiga það hann Arnar að hann hafi samband við lögfræðinginn úr Keflavík og baðst afsökunar á þessu og að þetta hafi ekki verið illa meint hjá honum,“ sagði Sævar. „Það er gaman af svona banter eins og hann kom með. Þetta þurfum við og það er gaman að fylgjast með þjálfara sem er gjörsamlega trítilóður á hliðarlínunni,“ sagði Sævar en það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Varnar Guðjónsson Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
Arnar var þar titlaður sem 34 ára gamall varnarmaður og ástæðan fyrir því voru varnartilþrif hans í öðrum leik Grindavíkur og Stjörnunnar. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi sögðu sína skoðun á því að Arnar var kominn inn á völlinn til að „tvídekka“ Grindvíkinginn Joonas Jarvelainen niðri í vinstra horninu. „Stjörnumenn voru stundum sex í vörn í seinni hálfleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og sýndi síðan myndbrotið af þjálfara Stjörnunnar vera kominn inn á völlinn. „Hér sjáum við Arnar Guðjónsson, 34 ára varnarmaður. Hann er kallaður Varnar Guðjónsson eftir þetta,“ sagði Kjartan. „Mér finnst algjör fegurð í þessu. Það er svo gaman hvað það er mikil ástríða í honum,“ sagði Sævar Sævarsson sem tók það síðan fram að hann hafi fengið smáskilaboð frá Arnari eftir viðtalið sem Arnar gaf eftir leikinn. „Við vorum að birta viðtal við hann hérna áðan. Það er verið að taka viðtal við menn sem eru með mikla ástríðu beint eftir leik. Menn segja einhverja hluti. Sumt er tekið úr samhengi og sumt ekki. Hann má eiga það hann Arnar að hann hafi samband við lögfræðinginn úr Keflavík og baðst afsökunar á þessu og að þetta hafi ekki verið illa meint hjá honum,“ sagði Sævar. „Það er gaman af svona banter eins og hann kom með. Þetta þurfum við og það er gaman að fylgjast með þjálfara sem er gjörsamlega trítilóður á hliðarlínunni,“ sagði Sævar en það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Varnar Guðjónsson
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan UMF Grindavík Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira