Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 12:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi formaður Viðreisnar, tók við af Benedikt Jóhannessyni árið 2017. Viðreisn Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. „Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það,“ segir Benedikt í færslu á Facebook-síðu sinni og kveðst ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs. Benedikt hætti sem formaður Viðreisnar árið 2017 eftir að hann lét umdeild ummæli falla í kjölfar þess að ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð var slitið. Hefur hann ekki átt sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og hugnaðist að snúa aftur í haust. Nú er ljóst að lítið verður af þeim fyrirætlunum en hann segist þó hvergi hættur í pólitík. Í framboðstilkynningu sinni í september sagði Benedikt að Viðreisn hafi verið meginviðfangsefni hans frá árinu 2014. Muni ekki láta sitt eftir liggja „Ég taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin,“ skrifar Benedikt í Facebook-færslu sinni þar sem hann tilkynnir ákvörðun sína. Segir hann að Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, hafi greint honum frá því síðastliðinn þriðjudag að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða formanninum fyrrverandi neðsta sætið. „Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ segir Benedikt að lokum. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða. 14. september 2020 11:48 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
„Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það,“ segir Benedikt í færslu á Facebook-síðu sinni og kveðst ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs. Benedikt hætti sem formaður Viðreisnar árið 2017 eftir að hann lét umdeild ummæli falla í kjölfar þess að ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð var slitið. Hefur hann ekki átt sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og hugnaðist að snúa aftur í haust. Nú er ljóst að lítið verður af þeim fyrirætlunum en hann segist þó hvergi hættur í pólitík. Í framboðstilkynningu sinni í september sagði Benedikt að Viðreisn hafi verið meginviðfangsefni hans frá árinu 2014. Muni ekki láta sitt eftir liggja „Ég taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin,“ skrifar Benedikt í Facebook-færslu sinni þar sem hann tilkynnir ákvörðun sína. Segir hann að Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, hafi greint honum frá því síðastliðinn þriðjudag að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða formanninum fyrrverandi neðsta sætið. „Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ segir Benedikt að lokum.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða. 14. september 2020 11:48 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða. 14. september 2020 11:48
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04