Enginn í hópnum er slasaður en veðrið á jöklinum er orðið vont og vildi hópurinn hafa allan varann á segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Nær ekkert skyggni er á jöklinum, þar er mikil snjókoma og vindur. Nokkrir hópar eru á svæðinu að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en aðeins einn hefur óskað eftir aðstoð.
Björgunarsveitarfólk á snjósleðum og Jeppum er á leið upp á jökulinn og nálgast nú hópinn, sem er að reyna að fikra sig niður af hnjúknum. Þá hefur verið óskað eftir að snjóbílar bætist í för.