Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2021 17:17 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira