Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. maí 2021 08:01 Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun