Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að umferð um Vesturlandsveg sé nú stýrt upp á hringtorg sem liggur yfir Vesturlandsveg. Biður lögregla vegfarendur um að sýna biðlund og varkárni á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi.
Tvær bifreiðar lentu framan á hvor annarri á Vesturlandsvegi

Alvarlegt umferðarslys varð þegar tvær bifreiðar höfnuðu framan á hvor annarri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Köldukvísl skömmu eftir klukkan 19:00 í kvöld.