Enginn smá innkaupalisti hjá Manchester United í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:01 Jadon Sancho varð bikarmeistari á mögulega sínu síðasta tímabili með Borussia Dortmund. Hér kyssir hann bikarinn. EPA-EFE/MARTIN ROSE Manchester United er sagt vera með fjóra leikmenn á óskalista sínum í sumar og það yrði heldur betur öflugt lið á Old Trafford næsta vetur takist félaginu að kaupa þá alla. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira