Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 21:55 Ebrahim Raisi (t.h.) er líklegur til að verða næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum í vikunni. Vísir/EPA Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum. Íran Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum.
Íran Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira