Hvað getum við gert fyrir ykkur? Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifa 29. maí 2021 17:00 Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar