Það er virkilega gaman að skoða sig um á safninu, sem Sverrir Ingólfur Ingólfsson stýrir myndarlega. Mjög fjölbreytt úrval af bílum og alls konar samgöngutækjum eru á safninu, sem gleðja auðgað.
„Þetta eru allt saman bílar, sem hafa verið notaðir á Íslandi, það er reyndar einn, sem hefur verið fluttur inn, sem antik, annars eru þetta bílar, sem segja íslenska samgöngusögu og náttúrulega meiri en bílar, það eru traktorar, skriðdreki, snjóbílar og ýmislegt fleira á safninu,“ segir Sverrir Ingólfur.
Fyrrverandi forsetabíll, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur er meðal bíla á safninu.
Sverrir Ingólfur segir að margir vilji gefa safninu gamla bílinn sinn.
„Já, ég hugsa að það sé ekkert langt frá því að það sé verið að bjóða okkur einn bíl á viku en við getum því miður ekki tekið við neinum núna því það er allt orðið troðfullt.“
Um fjögur þúsund manns heimsækja safnið árlega.
En hvernig leggst sumarið í sumar í Sverri Ingólf?
„Bara mjög vel þakka þér, þetta verður örugglega mjög gott sumar."