Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 10:21 Andrei Pivovarov stýrði Opnu Rússlandi en samtökin tilkynntu að þau væru hætt starfsemi á fimmtudag til þess að félagar ættu ekki á hættu að vera handteknir. Vísir/Getty Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. „Opið Rússland“ var stofnað af Khodorkovsky í útlegð í Bretlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu samtökin „óæskilegt“ og bönnuðu í reynd starfsemi þeirra árið 2017. Engu að síður hafa bandamenn samtakanna í Rússlandi reynt að halda starfi þeirra áfram undir sama nafni en formlega ótengt upphaflegu samtökunum til þess að komast hjá saksókn. Reuters-fréttastofan hefur eftir OVD-info, hópi sem fylgist með lögregluaðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í Rússlandi, að Andrei Pivovarov, fyrrverandi forsvarsmaður Opins Rússlands hafi verið færður úr flugvél í Pétursborg og handtekinn í gær. Pivovarov segir sjálfur að flugvélin hafi verið á leiðinni út á flugbraut til flugtaks þegar vélin var stöðvuð. Á Twitter-síðu hans kom fram að hann hafi verið færður rannsóknarlögreglunni til yfirheyrslu vegna gruns um að hann stýrði óæskilegum samtökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tvö hundruð sveitarstjórnarmenn sem tóku þátt í ráðstefnu á vegum Opins Rússlands voru handteknir stuttlega í mars. Um þrjátíu hópar hafa verið bannaðir í Rússlandi á grundvelli laga um óæskileg samtök frá því að þau voru samþykkt árið 2015. Allt að sex ára fangelsi liggur við því að stýra slíkum samtökum. Khodorkovsky fór í útlegð til London eftir að honum var haldið í fangelsi í tíu ár í heimalandinu. Almennt er talið að fangelsisrefsing hans hafi verið pólitískt hefnd vegna þess að hann storkaði veldi Vladímírs Pútín forseta. Húsleit á heimili fyrrverandi þingmanns og bandamanna Undanfarnar vikur hafa rússnesk yfirvöld gengið hart fram gegn stjórnarandstöðu- og andófsfólki, ekki síst bandamönnum Alexeis Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem dúsir sjálfur í fangelsi. Lögregla gerði húsleit á heimili Dmitry Gudkov, fyrrverandi stjórnarandstöðuþingsmanns sem hyggur á framboð í september, og tveggja samstarfsmanna hans í dag. AP segir að talið sé að aðgerðunum sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan í landinu geti veitt Sameinuðu Rússlandi, flokki Pútín forseta, keppni í þingkosningunum í haust. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð vegna efnahagsþrenginga í kórónuveirufaraldrinum. Saksóknari krefst þess nú að samtök Navalní gegn spillingu og svæðisskrifstofur þeirra verði lýst öfgasamtök og starfsemi þeirra bönnuð. Rússneska þingið hefur einnig til meðferðar frumvarp sem myndi banna hverjum þeim sem er félagi í öfgasamtökum, styrkir þau fjárhagslega eða styður að bjóða sig fram til opinbers embættis. Verði frumvarpið að lögum yrði bandamönnum Navanlí bannað að bjóða sig fram til þings í haust. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Opið Rússland“ var stofnað af Khodorkovsky í útlegð í Bretlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu samtökin „óæskilegt“ og bönnuðu í reynd starfsemi þeirra árið 2017. Engu að síður hafa bandamenn samtakanna í Rússlandi reynt að halda starfi þeirra áfram undir sama nafni en formlega ótengt upphaflegu samtökunum til þess að komast hjá saksókn. Reuters-fréttastofan hefur eftir OVD-info, hópi sem fylgist með lögregluaðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í Rússlandi, að Andrei Pivovarov, fyrrverandi forsvarsmaður Opins Rússlands hafi verið færður úr flugvél í Pétursborg og handtekinn í gær. Pivovarov segir sjálfur að flugvélin hafi verið á leiðinni út á flugbraut til flugtaks þegar vélin var stöðvuð. Á Twitter-síðu hans kom fram að hann hafi verið færður rannsóknarlögreglunni til yfirheyrslu vegna gruns um að hann stýrði óæskilegum samtökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tvö hundruð sveitarstjórnarmenn sem tóku þátt í ráðstefnu á vegum Opins Rússlands voru handteknir stuttlega í mars. Um þrjátíu hópar hafa verið bannaðir í Rússlandi á grundvelli laga um óæskileg samtök frá því að þau voru samþykkt árið 2015. Allt að sex ára fangelsi liggur við því að stýra slíkum samtökum. Khodorkovsky fór í útlegð til London eftir að honum var haldið í fangelsi í tíu ár í heimalandinu. Almennt er talið að fangelsisrefsing hans hafi verið pólitískt hefnd vegna þess að hann storkaði veldi Vladímírs Pútín forseta. Húsleit á heimili fyrrverandi þingmanns og bandamanna Undanfarnar vikur hafa rússnesk yfirvöld gengið hart fram gegn stjórnarandstöðu- og andófsfólki, ekki síst bandamönnum Alexeis Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem dúsir sjálfur í fangelsi. Lögregla gerði húsleit á heimili Dmitry Gudkov, fyrrverandi stjórnarandstöðuþingsmanns sem hyggur á framboð í september, og tveggja samstarfsmanna hans í dag. AP segir að talið sé að aðgerðunum sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan í landinu geti veitt Sameinuðu Rússlandi, flokki Pútín forseta, keppni í þingkosningunum í haust. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð vegna efnahagsþrenginga í kórónuveirufaraldrinum. Saksóknari krefst þess nú að samtök Navalní gegn spillingu og svæðisskrifstofur þeirra verði lýst öfgasamtök og starfsemi þeirra bönnuð. Rússneska þingið hefur einnig til meðferðar frumvarp sem myndi banna hverjum þeim sem er félagi í öfgasamtökum, styrkir þau fjárhagslega eða styður að bjóða sig fram til opinbers embættis. Verði frumvarpið að lögum yrði bandamönnum Navanlí bannað að bjóða sig fram til þings í haust.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18