Stjórnmálamenn ekki lengur undanþegnir banni við hatursorðræðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 15:43 Fram að þessu hafa stjórnmálamenn í reynd verið undanþegnir ýmsum notendaskilmálum Facebook sem sauðsvartur almúginn þarf að sæta. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira